Fótbolti

Gerviáhorfendur í ítalska boltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá þessa dúka sem voru um allan völl.
Hér má sjá þessa dúka sem voru um allan völl.
Ítalska knattspyrnuliðið Triestina leikur í seríu C-deildinni á Ítalíu en eigandi félagsins er nokkuð uppátækjasamur.

Marco Dernaz, eigandi félagsins, fékk þær fréttir einn daginn að leikur liðsins yrði í beinni sjónvarpsútsendingu.

Mætingin hafði verið skelfilega á Nereo Rocco, heimavöll liðsins, og fannst honum þá upplagt að hafa einskonar gerviáhorfendur í stúkunni.

Því var brugðið á það ráð að þekkja 10.000 sæti með risastórum dúkum en þá leit út fyrir að uppselt væri á völlinn. Alls tekur leikvangur liðsins 32.000 manns en þar er aldrei uppselt.

„Við myndum endilega vilja hafa fullan leikvang í hverjum leik og höfum reynt allt til þess að fá fólk á völlinn. Ég var bara að reyna skapa skemmtilegt andrúmsloft fyrir myndavélarnar," sagði Marco Dernaz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×