Fótbolti

Roma enn með fullt hús

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Roma vann Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag og er því enn með fullt hús stiga eftir níu umferðir og fimm stiga forystu í efsta sæti deildarinnar.

Napolí og Juventus fylgja Roma á eftir en þau unnu einnig sigra í dag. Napolí skellti Torino 2-0 með tveimur vítaspyrnum Gonzalo Higuaín. Juventus lagði Genoa með sömu markatölu. Arturo Vidal skoraði úr víti og Carlos Tévez skoraði seinna markið.

Michael Bradley tryggði Roma sigur á Udinese með minnsta mun en dramatíkina vantaði ekki þegar Parma tók á móti Milan.

Parma komst í 2-0 í fyrri hálfleik en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik seinni hálfleiks jafnaði leikinn fyrir Milan. Það var svo Marco Parolo sem tryggði Parma sigurinn með marki á 94. mínútu.

Úrslit dagsins á Ítalíu:

Napoli - Torino 2-0

Bologna - Livorno 1-0

Catania - Sassuolo 0-0

Chievo - Fiorentina 1-2

Juventus - Genoa 2-0

Parma - Milan 3-2

Udinese - Roma 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×