Fótbolti

Garcia: Metið hefur ekki áhrif á Roma

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Roma hefur haft margar ástæður til að fagna á tímabilinu
Roma hefur haft margar ástæður til að fagna á tímabilinu MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Ítalska stórliðið Roma hefur sett met í ítölsku A-deildinni í fótbolta með því að vinna tíu fyrstu leiki sína á tímabilinu. Rudi Garcia þjálfari liðsins segir enga ástæðu til að missa sig yfir því og leikmenn liðsins séu kyrfilega á jörðinni þrátt fyrir frábæran árangur í upphafi leiktíðar.

Roma vann tíunda leikinn í röð þegar liðið lagði Chievo á fimmtudagskvöld og á aðeins eftir að mæta einu toppliði, Fiorentina, fram að jólum. Því er fólk í höfuðborginni farið að láta sig dreyma um fullt hús stiga um áramót.

„Við viljum halda áfram á sigurbraut eins lengi og hægt er,“ sagði hinn 49 ára gamli Frakki sem þjálfar Roma. „Þetta setur ekki auka pressu á okkur. Sálrænt þá hjálpar þetta okkur ef eitthvað er.

„Við tökum einn leik fyrir í einu og látum aðra tala um metið. Við missum okkur ekki einbeitum okkur bara að okkar vinnu,“ sagði Garcia.

„Við erum metnaðargjarnir og fullir sjálfstrausts. Við erum í góðu formi. Við bætum okkur frá hverjum leik til þess næsta og í raun frá hverjum hálfleik til þess næsta. Það er ekki tilviljun að við skorum mikið af mörkum í seinni hálfleik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×