Fótbolti

Roma-liðið að hiksta - úrslit dagsins í ítalska boltanum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Óvænt tíðindi voru í ítalska boltanum í dag. Roma sem vann fyrstu tíu leiki sína á þessu tímabili gerðu 1-1 jafntefli gegn nýliðum Sassuolo á heimavelli.

Þetta var annað jafntefli Rómverja í röð eftir jafntefli gegn Torino í síðustu umferð. Jöfnunarmark Sassuolo kom á seinustu sekúndum leiksins.

AC Milan heldur áfram að sogast frá baráttuni um Evrópusæti en liðið náði aðeins markalausu jafntefli gegn Chievo á útivelli í dag. Í síðustu fjórum leikjum í deildinni hafa Mílanó menn aðeins nælt sér í tvö stig.

Núna klukkan korter í átta hófust tveir leikir í ítalska boltanum. Birkir Bjarnason er á varamannabekk Sampdoria sem mætir Fiorentina . Þá tekur Juventus á móti Napoli en liðin eru jöfn í öðru og þriðja sæti með 28 stig.

Úrslit dagsins í Ítalska boltanum:

Genoa 2-0 Verona

AS Roma 1-1 Sassuolo

Atalanta 2-1 Bologna

Cagliari 2-1 Torino

Chievo 0-0 AC Milan

Parma 1-1 Lazio




Fleiri fréttir

Sjá meira


×