Fótbolti

Fyrsta tap Roma kom í Tórínó | Juventus með átta stiga forskot

Mynd/NordicPhotos/Getty
AS Roma tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir mættu Juventus á Juventus Stadium í Tórínó í kvöld. Með sigrinum nær Juventus átta stiga forskoti á toppi ítölsku deildarinnar.

Heimamenn náðu snemma forskotinu, Carlos Tevez átti þá fína rispu og lagði boltann fyrir Arturo Vidal sem kláraði af stuttu færi. Leonardo Bonucci bætti við öðru marki eftir aukaspyrnu frá Andrea Pirlo strax í upphafi seinni hálfleiks og Mirko Vucinić gerði að lokum út um leikinn þegar korter var eftir af vítapunktinum gegn sínum gömlu félögum.

Mótlætið virtist eitthvað fara í taugarnar á Rómverjum sem fengu tvö rauð spjöld á aðeins tveggja mínútna kafla þegar stutt var til leiksloka.

Með sigrinum er Juventus komið með öruggt forskot á Roma og Napoli í baráttunni um Scudettoinn en Rómverjar hafa verið að slaka á klónni eftir frábæra byrjun. Aðeins ellefu stig úr síðustu átta leikjum hefur gefið Juventus möguleikann á að skapa sér notalega aðstöðu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×