Fótbolti

Juventus úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gervinho og Francesco Totti fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í kvöld.
Gervinho og Francesco Totti fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í kvöld. Vísir/Getty
Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, féll í kvöld úr leik í fjórðungsúrslitum ítölsku bikarkeppninnar.

Roma tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar með 1-0 sigri á Juventus á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Gervinho, fyrrum leikmaður Arsenal, var hetja Roma en hann skoraði eina mark leiksins ellefu mínútum fyrir leikslok.

Juventus, sem er ríkjandi Ítalíumeistari, hefur haft mikla yfirburði í deildinni í vetur. Liðið hefur aðeins tapað fjórum stigum í 20 leikjum og er með átta stiga forystu á Roma á toppnum.

Juventus féll þó einnig úr leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir áramót. Liðið mætir Trabzonspor í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×