Fótbolti

Maradona biður Evrópusambandið um aðstoð

Maradona eftir leik með Napoli.
Maradona eftir leik með Napoli. vísir/getty
Deila ítalskra skattyfirvalda og Diego Maradona stendur enn yfir og sér ekki fyrir endann á því. Ítalir segja að Maradona skuldi skattinum 6 milljarða króna.

Maradona neitar að borga þessa peninga og segist ekki skulda neitt. Hann hefur nú biðlað til Evrópusambandsins um að miðla málum í þessari deilu.

Argentínska knattspyrnugoðsögnin er sagður hafa svikist um að greiða skatta er hann lék með Napoli.

"Það er mikilvægt að fólk viti sannleikann. Ég hef ekkert að fela. Ég á þess utan ekki þessa upphæð sem þeir vilja fá. Það er erfitt að safna slíku fé á einni lífstíð," sagði Maradona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×