Fótbolti

Forseti FIGC dæmdur fyrir kynþáttaníð

Tevecchio gerðist sekur um kynþáttaníð.
Tevecchio gerðist sekur um kynþáttaníð. Vísir/Getty
UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur úrskurðað Carlo Tavecchio, nýkjörinn forseta ítalska knattspyrnusambandsins (FIGC), í sex mánaða bann fyrir kynþáttaníð.

„Þú tjáir þig ekki um svona ákvarðanir, þú tekur þeim og virðir þær. En þetta breytir engu varðandi stöðu mína hjá FIGC,“ sagði Tavecchio eftir að úrskurðinn var kunngjörður.

Tavecchio lét ummælin, sem hann var dæmdur fyrir, falla í ræðu í júlí þar sem hann sagði að Ítalir ættu að fara að fordæmi Englendinga og krefjast þess að leikmenn fengju atvinnuleyfi áður en þeir fengju að spila með liðum á Ítalíu.

Tavecchio, sem baðst seinna afsökunar á ummælum sínum, var þrátt fyrir allt kjörinn forseti FIGC í ágúst síðastliðnum, þar sem hann hafði betur gegn Demetrio Albertini, fyrrverandi leikmanni AC Milan og ítalska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×