Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Álfrún Pálsdóttir skrifar 17. maí 2014 10:30 Ástríður Magnúsdóttir rifjar upp sögur tengdar fatnaði móður sinnar, frú Vigdísar Finnbogadóttur, er hún verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun. Vísir/Gva „Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar og það ferli var afar lærdómsríkt. Skemmtilegt var að vinna góðu teymi fólks og móður minni, taka við hana viðtöl sem tengdust fatnaði frá forsetatíð hennar og fram spruttu margar minningar, skemmtilegar sögur og fróðleikskorn,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, dóttir frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun, á Alþjóðasafnadaginn, á Hönnunarsafni Íslands. Fatnaður Vigdísar leikur lykilhlutverk í sýningunni en hann var mikilvægur í ímyndarsköpun forsetans. Það sem mótaði persónulegan stíl Vigdísar var Parísardvöl hennar, leikhúslífið og að lokum diplómatískar hefðir. Þegar hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980 stóð Vigdís frammi fyrir því að skapa hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Ástríður, sem er meistaranemi í listfræði og í sýningarnefnd sýningarinnar, var sjö ára þegar móðir hennar varð forseti og ætlar að rifja upp skemmtilegar sögur í leiðsögninni. „Eins og til dæmis þegar hún þurfti að fara um borð í þyrlu á Grænlandi í skautbúningi og hversu mikinn tíma það gat oft tekið að hengja utan á fínu silkikjólana orður og aðra fylgihluti sem tilheyrðu embættinu. Sagan þegar skórnir gleymdust á 17. hæð á Imperial-hótelinu í Japan og hún var komin hálfa leið niður á töfflunum að hitta keisarann. Þá voru góð ráð dýr.“ Ástríður segist afar stolt af móður sinni og það aukist bara eftir því sem hún kafar dýpra í feril hennar, líf, boðskap og gjörðir. „Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum, fyrsta konan til að vera kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og einnig fyrsta íslenska einhleypa konan til að fá leyfi til að ættleiða barn,“ segir Ástríður en sýningin sjálf stendur til 5. október. Leiðsögnin er á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 14. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Ég er stolt af því að hafa tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar og það ferli var afar lærdómsríkt. Skemmtilegt var að vinna góðu teymi fólks og móður minni, taka við hana viðtöl sem tengdust fatnaði frá forsetatíð hennar og fram spruttu margar minningar, skemmtilegar sögur og fróðleikskorn,“ segir Ástríður Magnúsdóttir, dóttir frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem verður með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin, frú forseti? á morgun, á Alþjóðasafnadaginn, á Hönnunarsafni Íslands. Fatnaður Vigdísar leikur lykilhlutverk í sýningunni en hann var mikilvægur í ímyndarsköpun forsetans. Það sem mótaði persónulegan stíl Vigdísar var Parísardvöl hennar, leikhúslífið og að lokum diplómatískar hefðir. Þegar hún tók við embætti forseta Íslands árið 1980 stóð Vigdís frammi fyrir því að skapa hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Ástríður, sem er meistaranemi í listfræði og í sýningarnefnd sýningarinnar, var sjö ára þegar móðir hennar varð forseti og ætlar að rifja upp skemmtilegar sögur í leiðsögninni. „Eins og til dæmis þegar hún þurfti að fara um borð í þyrlu á Grænlandi í skautbúningi og hversu mikinn tíma það gat oft tekið að hengja utan á fínu silkikjólana orður og aðra fylgihluti sem tilheyrðu embættinu. Sagan þegar skórnir gleymdust á 17. hæð á Imperial-hótelinu í Japan og hún var komin hálfa leið niður á töfflunum að hitta keisarann. Þá voru góð ráð dýr.“ Ástríður segist afar stolt af móður sinni og það aukist bara eftir því sem hún kafar dýpra í feril hennar, líf, boðskap og gjörðir. „Hún er brautryðjandi á mörgum sviðum, fyrsta konan til að vera kosin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum og einnig fyrsta íslenska einhleypa konan til að fá leyfi til að ættleiða barn,“ segir Ástríður en sýningin sjálf stendur til 5. október. Leiðsögnin er á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 14.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira