Barn fæðist og það er....? sigga dögg skrifar 23. mars 2015 16:00 Vísir/Getty Í nýlegu lokaverkefni við Uppeldis- og menntunarfræðideild við Háskóla Ísland veltir Unnur Másdóttir því fyrir sér hvort ekki sé komið tímabært að breyta umræðunni um tvíhyggju kyns því hún útiloki ansi marga. Rétt eins og segir í ágripi ritgerðarinnar:Intersex er líffræðilegt tilbrigði, regnhlífarhugtak yfir margs konar útfærslur meðfæddra líffræðilegra einkenna þar sem kynfæri, kynkirtlar, genasamsetning, litningar og/eða hormón eru frábrugðin því sem almennt er talið skilgreina kvenkyn eða karlkyn. Markmið verkefnisins er að auka meðvitund um intersex einstaklinga og varpa ljósi á mikilvægi þess að hafa þá í huga í allri stefnumótun stjórnvalda og yfirvalda menntamála. Umfjöllunin snýr að opinberri og vísindalegri orðræðu um intersex, hvernig hún samræmist hugmyndum kynjafræðinnar um kynjakerfi og hvernig hún horfir við sjálfsskilningi intersex einstaklinga. Ríkjandi hugmyndir um kyn byggja á tvíhyggjukynjakerfi sem gerir ráð fyrir því að kynin séu tvö; konur og karlar. Líffræðileg fjölbreytni intersex líkama gengur þvert á ríkjandi viðmið um kynja-tvenndina og er því mikil áskorun við hugmyndina um náttúrulegan eðlismun og aðskilnað kynjanna. Í orðræðu heilbrigðisvísinda eru intersex líkamar sjúkdómsvæddir og því er talið nauðsynlegt að laga þá. Sjálfsskilningur intersex einstaklinga getur stangast á við ríkjandi orðræðu vísindanna, en orðræðan getur vissulega haft áhrif á upplifun þeirra af eigin líkama. Í opinberri orðræðu er gjarnan talað um intersex einstaklinga með óviðeigandi hugtakanotkun þar sem fjölbreytni varðandi líkama er ekki samfélagslega viðurkennd. Vandamál intersex einstaklinga liggja ekki hjá þeim sjálfum heldur í samfélagsgerðum og krefjast því samfélagslegra úrræða.Kynfærin falla ekki alltaf í hið hefbundna mót en það er þó ekki ástæða til að laga eða breyta því oft eru þau fullkomlega starfhæfVísir/SkjáskotÞað er ágætt að renna í gegnum ritgerðina og pota aðeins í hugmyndir um kyn og hvesu mikilvægar þær raunverulega eru og jafnvel hvaðan þær koma, þær eiga það til að útiloka og takmarka frekar en fagna fjölbreytileikanum. Áður fyrr var talað um intersex einstaklinga sem hermafródítur eða tvítóla en það er afar sjaldgæft að fólk fæðist þannig og snýr intersex að meiru en bara kynfærum viðkomandi þó það geti verið það fyrsta sem blasi við þegar barn kemur í heiminn. Þá var gjarnan brugðið á það ráð að "laga" kynfærin með skurðaðgerð svo það liti eðlilega út, hvað svo er eðlilegt er önnur saga. Nú eru foreldrar hvattir til að leyfa barninu bara að vera því kynfæri stýra ekki kynvitund. Það er mikilvægt fyrir foreldra að styðja barnið og leyfa því að bara vera ef kynfæri þess falli ekki í hið hefðbundna mót. Þegar unglingur nálgast kynþroska er hægt að meta með aðstoð læknis hvort viðkomandi þurfi inngrip með hormónum. Það sem er alltaf mikilvægast með allt fólk er að það upplifi ást, stuðning og skilning. Þú getur kynnt þér upplifun unglinga af því að vera intersex hér. Frekari upplýsingar og ráðgjöf um intersex veitir Intersex félagið á Íslandi. Heilsa Tengdar fréttir Intersex Þú gætir verið intersex, jafnvel án þess að vita af því. 30. október 2014 13:00 Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti 7. ágúst 2014 12:00 Minningardagur intersexfólks "Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. 8. nóvember 2014 07:00 Kynvitund stýrir hvorki áhugamálum né vali á klósetti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ung og kraftmikil kona sem fær mann til að endurskoða allar staðalmyndir um kyn, kynvitund, kynhneigð, og af hverju klósett eru kynjaskipt. Hún fagnar fjölbreytileikanum og vill að fólk fái að vera til án stimpils. 13. febrúar 2015 11:00 Út fyrir rammana 9. ágúst 2014 07:00 Kærasta Phelps er intersex Einn besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, er á milli tannanna á fólki þessa dagana. Hann er í meðferð og var að komast að því að kærastan hans fæddist sem karlmaður. 27. nóvember 2014 13:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Í nýlegu lokaverkefni við Uppeldis- og menntunarfræðideild við Háskóla Ísland veltir Unnur Másdóttir því fyrir sér hvort ekki sé komið tímabært að breyta umræðunni um tvíhyggju kyns því hún útiloki ansi marga. Rétt eins og segir í ágripi ritgerðarinnar:Intersex er líffræðilegt tilbrigði, regnhlífarhugtak yfir margs konar útfærslur meðfæddra líffræðilegra einkenna þar sem kynfæri, kynkirtlar, genasamsetning, litningar og/eða hormón eru frábrugðin því sem almennt er talið skilgreina kvenkyn eða karlkyn. Markmið verkefnisins er að auka meðvitund um intersex einstaklinga og varpa ljósi á mikilvægi þess að hafa þá í huga í allri stefnumótun stjórnvalda og yfirvalda menntamála. Umfjöllunin snýr að opinberri og vísindalegri orðræðu um intersex, hvernig hún samræmist hugmyndum kynjafræðinnar um kynjakerfi og hvernig hún horfir við sjálfsskilningi intersex einstaklinga. Ríkjandi hugmyndir um kyn byggja á tvíhyggjukynjakerfi sem gerir ráð fyrir því að kynin séu tvö; konur og karlar. Líffræðileg fjölbreytni intersex líkama gengur þvert á ríkjandi viðmið um kynja-tvenndina og er því mikil áskorun við hugmyndina um náttúrulegan eðlismun og aðskilnað kynjanna. Í orðræðu heilbrigðisvísinda eru intersex líkamar sjúkdómsvæddir og því er talið nauðsynlegt að laga þá. Sjálfsskilningur intersex einstaklinga getur stangast á við ríkjandi orðræðu vísindanna, en orðræðan getur vissulega haft áhrif á upplifun þeirra af eigin líkama. Í opinberri orðræðu er gjarnan talað um intersex einstaklinga með óviðeigandi hugtakanotkun þar sem fjölbreytni varðandi líkama er ekki samfélagslega viðurkennd. Vandamál intersex einstaklinga liggja ekki hjá þeim sjálfum heldur í samfélagsgerðum og krefjast því samfélagslegra úrræða.Kynfærin falla ekki alltaf í hið hefbundna mót en það er þó ekki ástæða til að laga eða breyta því oft eru þau fullkomlega starfhæfVísir/SkjáskotÞað er ágætt að renna í gegnum ritgerðina og pota aðeins í hugmyndir um kyn og hvesu mikilvægar þær raunverulega eru og jafnvel hvaðan þær koma, þær eiga það til að útiloka og takmarka frekar en fagna fjölbreytileikanum. Áður fyrr var talað um intersex einstaklinga sem hermafródítur eða tvítóla en það er afar sjaldgæft að fólk fæðist þannig og snýr intersex að meiru en bara kynfærum viðkomandi þó það geti verið það fyrsta sem blasi við þegar barn kemur í heiminn. Þá var gjarnan brugðið á það ráð að "laga" kynfærin með skurðaðgerð svo það liti eðlilega út, hvað svo er eðlilegt er önnur saga. Nú eru foreldrar hvattir til að leyfa barninu bara að vera því kynfæri stýra ekki kynvitund. Það er mikilvægt fyrir foreldra að styðja barnið og leyfa því að bara vera ef kynfæri þess falli ekki í hið hefðbundna mót. Þegar unglingur nálgast kynþroska er hægt að meta með aðstoð læknis hvort viðkomandi þurfi inngrip með hormónum. Það sem er alltaf mikilvægast með allt fólk er að það upplifi ást, stuðning og skilning. Þú getur kynnt þér upplifun unglinga af því að vera intersex hér. Frekari upplýsingar og ráðgjöf um intersex veitir Intersex félagið á Íslandi.
Heilsa Tengdar fréttir Intersex Þú gætir verið intersex, jafnvel án þess að vita af því. 30. október 2014 13:00 Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti 7. ágúst 2014 12:00 Minningardagur intersexfólks "Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. 8. nóvember 2014 07:00 Kynvitund stýrir hvorki áhugamálum né vali á klósetti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ung og kraftmikil kona sem fær mann til að endurskoða allar staðalmyndir um kyn, kynvitund, kynhneigð, og af hverju klósett eru kynjaskipt. Hún fagnar fjölbreytileikanum og vill að fólk fái að vera til án stimpils. 13. febrúar 2015 11:00 Út fyrir rammana 9. ágúst 2014 07:00 Kærasta Phelps er intersex Einn besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, er á milli tannanna á fólki þessa dagana. Hann er í meðferð og var að komast að því að kærastan hans fæddist sem karlmaður. 27. nóvember 2014 13:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það eru margir intersex án þess að hafa hugmynd um það Barn með „óþægileg“ kynfæri er best að skera, teygja, sauma, dæla í hormónum og lyfjum, segja foreldrunum hvernig skuli ala það upp og gera barnið svo að ævilöngum spítalagesti 7. ágúst 2014 12:00
Minningardagur intersexfólks "Intersex“ er hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. 8. nóvember 2014 07:00
Kynvitund stýrir hvorki áhugamálum né vali á klósetti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er ung og kraftmikil kona sem fær mann til að endurskoða allar staðalmyndir um kyn, kynvitund, kynhneigð, og af hverju klósett eru kynjaskipt. Hún fagnar fjölbreytileikanum og vill að fólk fái að vera til án stimpils. 13. febrúar 2015 11:00
Kærasta Phelps er intersex Einn besti íþróttamaður allra tíma, Michael Phelps, er á milli tannanna á fólki þessa dagana. Hann er í meðferð og var að komast að því að kærastan hans fæddist sem karlmaður. 27. nóvember 2014 13:00