Lífið

Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakk­landi og ætlar að gera hana upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt mannvirki sem Björn fjárfesti í.
Ótrúlegt mannvirki sem Björn fjárfesti í.

Í síðasta þætti af Gulla Byggi var smiðurinn handlagni mættur til Frakklands.

Þar hittir hann fyrir arkitektinn Björn Björnsson sem fjárfesti á dögunum í höll sem var byggð árið 1435. Björn er búsettur á Manhattan í New York. Björn flutti frá Íslandi þegar hann var sautján ár og hefur búið erlendis allar götur síðan þá.

Töluverðar framkvæmdir eru fram undan og fær Gulli að fylgjast með. Gulli hitti Björn fyrst þann 5. apríl 2023. 

Hann byrjaði að leita sér að höll fyrir um fimm eða sex árum. Fylgst verður með framkvæmdunum í þætti Gulla sem hægt er að sjá á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. En hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var sýndur á sunnudagskvöldið.

Klippa: Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×