Kanye West setti tóninn fyrir tískuvikuna í New York. Ritstjórn skrifar 12. febrúar 2016 09:45 Yeezy Season 3 Glamour/Getty Tónlistarmaðurinn og já núna fatahönnuðurinn líka Kanye West fór alla leið í gærkvöldi þegar hann lagði undir sig Madison Square Garden í New York til að frumsýna þriðju fatalínu Yeezy og sömuleiðis frumflytja nýja plötu. Tískusýningin var með óvenjulegum hættu. Í stað tískupallar var svið í miðjum salnum, nokkrir pallar og fyrirsæturnar ýmist stóðu eða sátu í hnapp klæddar í fatalínu Kanye. Um línuna sjálfa má segja að hann var samur við sig með jarðlitum og fatnaði í götutískustíl. Hápunkturinn var þegar ofurfyrisætan sjálf Naomi Campell steig á sviðið og pósaði en hún hefur engu gleymt. Þá mátti sjá nýja útgáfu af strigaskónum vinsæla, sem verslunin Húrra Reykjavík er einmitt að fá í sölu, spurning hvort þessi nýja útgáfa komi til Íslands næsta vetur?Naomi CampellHönnuðurinn sjálfur og tónlistarmaðurinn þakkar fyrir sig í lokinn.Strigaskórnir - ný týpa sem er líkleg til vinsælda næsta vetur. Glamour Tíska Mest lesið Toppaðu þig með topp Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Riccardo Tisci fer yfir til Burberry Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Glamour Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Glamour
Tónlistarmaðurinn og já núna fatahönnuðurinn líka Kanye West fór alla leið í gærkvöldi þegar hann lagði undir sig Madison Square Garden í New York til að frumsýna þriðju fatalínu Yeezy og sömuleiðis frumflytja nýja plötu. Tískusýningin var með óvenjulegum hættu. Í stað tískupallar var svið í miðjum salnum, nokkrir pallar og fyrirsæturnar ýmist stóðu eða sátu í hnapp klæddar í fatalínu Kanye. Um línuna sjálfa má segja að hann var samur við sig með jarðlitum og fatnaði í götutískustíl. Hápunkturinn var þegar ofurfyrisætan sjálf Naomi Campell steig á sviðið og pósaði en hún hefur engu gleymt. Þá mátti sjá nýja útgáfu af strigaskónum vinsæla, sem verslunin Húrra Reykjavík er einmitt að fá í sölu, spurning hvort þessi nýja útgáfa komi til Íslands næsta vetur?Naomi CampellHönnuðurinn sjálfur og tónlistarmaðurinn þakkar fyrir sig í lokinn.Strigaskórnir - ný týpa sem er líkleg til vinsælda næsta vetur.
Glamour Tíska Mest lesið Toppaðu þig með topp Glamour María Grazia er fyrsta konan til að stýra tískurisanum Dior Glamour Fimm góð maskara trix Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Riccardo Tisci fer yfir til Burberry Glamour Lily-Rose Depp nýtt andlit Chanel Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Glamour Það er bara ein regla þegar kemur að tísku: Endurvinnum fötin okkar Glamour