Sjóvá hagnast um 1,8 milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2017 15:47 Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, telur afar brýnt að ná betri tökum á þeirri tjónaþróun sem verið hefur í umferðinni. Vísir/Daníel Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist tryggingafélagið Sjóvá um 1.803 milljónir króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 702 milljónum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Hagnaðurinn jókst umtalsvert milli ára en á sama tímabili í fyrra nam hann 709 milljónum króna. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna. Ávöxtun eignasafns félagsins var 2,5 prósent. „Afkoma Sjóvár á öðrum ársfjórðungi er í takt við það sem búast mátti við og það sama má segja um afkomuna fyrstu sex mánuði ársins. Eins og oft áður er það fjárfestingarstarfsemin sem myndar stærsta hluta heildarafkomunnar. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að bæta afkomu vátryggingastarfseminnar. Þess sjást merki í afkomu annars ársfjórðungs sem var mun betri en fyrir ári þrátt fyrir einstök stærri stór tjón það sem af er árinu. Fyrir fyrstu sex mánuði ársins hefur vöxtur eigin iðgjalda verið meiri en vöxtur eigin tjóna,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár í tilkynningu. „Við teljum afar brýnt að ná betri tökum á þeirri tjónaþróun sem verið hefur í umferðinni þar sem hvert tjón getur valdið óbætanlegum skaða og kostnaður numið tugum milljóna. Sjóvá er þátttakandi í verkefninu Höldum fókus sem snýst um að vekja athygli á mikilli og almennri símnotkun við akstur og afleiðingum hennar með það að markmiði að draga úr slysum. Það er til mikils að vinna fyrir okkur sem samfélag að breyta þeirri hegðun til hins betra.“ segir Hermann. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Á fyrstu sex mánuðum ársins hagnaðist tryggingafélagið Sjóvá um 1.803 milljónir króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 702 milljónum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Hagnaðurinn jókst umtalsvert milli ára en á sama tímabili í fyrra nam hann 709 milljónum króna. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna. Ávöxtun eignasafns félagsins var 2,5 prósent. „Afkoma Sjóvár á öðrum ársfjórðungi er í takt við það sem búast mátti við og það sama má segja um afkomuna fyrstu sex mánuði ársins. Eins og oft áður er það fjárfestingarstarfsemin sem myndar stærsta hluta heildarafkomunnar. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að bæta afkomu vátryggingastarfseminnar. Þess sjást merki í afkomu annars ársfjórðungs sem var mun betri en fyrir ári þrátt fyrir einstök stærri stór tjón það sem af er árinu. Fyrir fyrstu sex mánuði ársins hefur vöxtur eigin iðgjalda verið meiri en vöxtur eigin tjóna,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár í tilkynningu. „Við teljum afar brýnt að ná betri tökum á þeirri tjónaþróun sem verið hefur í umferðinni þar sem hvert tjón getur valdið óbætanlegum skaða og kostnaður numið tugum milljóna. Sjóvá er þátttakandi í verkefninu Höldum fókus sem snýst um að vekja athygli á mikilli og almennri símnotkun við akstur og afleiðingum hennar með það að markmiði að draga úr slysum. Það er til mikils að vinna fyrir okkur sem samfélag að breyta þeirri hegðun til hins betra.“ segir Hermann.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira