Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 12:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Anton Brink Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira