Sex milljóna króna sekt fyrir að vantelja milljarða króna til skatts Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Hjónin geymdu um hálfan milljarð króna á bankareikningi sem þau eiga í Lúxemborg. NORDIC PHOTOS/GETTY Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra og einum stærsta eiganda útgerðarfélagsins Samherja, og eiginkonu hans hefur verið gert að greiða sex milljónir í sekt vegna skattalagabrota. Hjónin hafa ekki skilað skattframtali frá árinu 2005 og að auki hafa þau vantalið tekjur sínar og eignir. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja nema það að við borgum þá sekt,“ segir Kristján. Úrskurður yfirskattanefndar tekur til áranna 2012 og 2013. Rannsókn Ríkisskattstjóra leiddi í ljós að launagreiðslur Kristjáns námu 38 milljónum króna en að auki hafi hann fengið rúmar fimm milljónir í dagpeninga og bifreiðahlunnindi. Vaxtatekjur hans af innistæðum námu 25 milljónum og þá fékk hann rúmlega 1,2 milljarða króna greiddan í arð af hlutabréfum sínum. Eiginkona Kristjáns fékk á sama tímabili alls 38 milljónir króna í arð af hlutabréfum sínum. Fasteignir þeirra hjóna voru metnar á 109 milljónir árið 2012 en höfðu hækkað í tæpar 134 milljónir ári síðar. Þá hafði skattinum ekki verið gert viðvart um rúmlega 485 milljónir á bankareikningi í Lúxemborg og hann ekki látinn vita af eignum sem voru geymdar í aflandsfélagi. Fyrir bæði árin var þeim áætlaður skattstofn og reyndist hann undir rauneignum þeirra. Ekki þótti ástæða til þess af Ríkisskattstjóra að endurákveða álagningu þeirra. Að teknu tilliti til þess, og að þau hafa ekki skilað skattframtölum í um áratug, þótti yfirskattanefnd hæfileg sekt vera fimm milljónir handa Kristjáni en milljón króna handa konu hans. Á tímabilinu var Kristján einn þeirra sem greiddu hæstu opinberu gjöldin hér á landi. Árið 2012 voru opinber gjöld hans 152 milljónir króna þrátt fyrir að skattstofnar hans hafi verið vantaldir og var hann annar á lista yfir skattakónga landsins. Opinber gjöld hans ári síðar voru tæpar 190 milljónir króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra og einum stærsta eiganda útgerðarfélagsins Samherja, og eiginkonu hans hefur verið gert að greiða sex milljónir í sekt vegna skattalagabrota. Hjónin hafa ekki skilað skattframtali frá árinu 2005 og að auki hafa þau vantalið tekjur sínar og eignir. „Ég hef svo sem ekkert um það að segja nema það að við borgum þá sekt,“ segir Kristján. Úrskurður yfirskattanefndar tekur til áranna 2012 og 2013. Rannsókn Ríkisskattstjóra leiddi í ljós að launagreiðslur Kristjáns námu 38 milljónum króna en að auki hafi hann fengið rúmar fimm milljónir í dagpeninga og bifreiðahlunnindi. Vaxtatekjur hans af innistæðum námu 25 milljónum og þá fékk hann rúmlega 1,2 milljarða króna greiddan í arð af hlutabréfum sínum. Eiginkona Kristjáns fékk á sama tímabili alls 38 milljónir króna í arð af hlutabréfum sínum. Fasteignir þeirra hjóna voru metnar á 109 milljónir árið 2012 en höfðu hækkað í tæpar 134 milljónir ári síðar. Þá hafði skattinum ekki verið gert viðvart um rúmlega 485 milljónir á bankareikningi í Lúxemborg og hann ekki látinn vita af eignum sem voru geymdar í aflandsfélagi. Fyrir bæði árin var þeim áætlaður skattstofn og reyndist hann undir rauneignum þeirra. Ekki þótti ástæða til þess af Ríkisskattstjóra að endurákveða álagningu þeirra. Að teknu tilliti til þess, og að þau hafa ekki skilað skattframtölum í um áratug, þótti yfirskattanefnd hæfileg sekt vera fimm milljónir handa Kristjáni en milljón króna handa konu hans. Á tímabilinu var Kristján einn þeirra sem greiddu hæstu opinberu gjöldin hér á landi. Árið 2012 voru opinber gjöld hans 152 milljónir króna þrátt fyrir að skattstofnar hans hafi verið vantaldir og var hann annar á lista yfir skattakónga landsins. Opinber gjöld hans ári síðar voru tæpar 190 milljónir króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira