Viðhorf til íslenskrar framleiðslu almennt jákvætt Daníel Freyr Birkisson skrifar 7. desember 2017 09:48 Bryndís Skúladóttir. SI Viðhorf til íslenskrar framleiðslu er almennt jákvætt á meðal Íslendinga. Þetta kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Samtökin héldu í gær framleiðsluþing sem fram fór í Hörpu. Niðurstöðurnar eru byggðar á Gallup-könnun en samkvæmt henni eru 81 prósent jákvæðir fyrir íslenskum framleiðsluvörum og 77 prósent jákvæðir gagnvart íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Þegar spurt var hvað væri það fyrsta sem viðkomandi dytti í hug þegar hugsað væri um íslensk framleiðslufyrirtæki og íslenskar framleiðsluvörur sýndu niðurstöðurnar að flestir nefndu eitthvað jákvætt og voru nokkur orð sem voru oftar nefnd en önnur líkt og íslenskt já takk, gæði, fiskur, atvinna, skyr, hreinleiki, mjólkurvörur, hrein orka, góðar vörur, sjávarútvegur, matvörur o.s.frv. Þó nokkrir nefndu orðið dýrt en Bryndís sagði að það þyrfti ekki endilega að vera neikvætt því yfirleitt fylgdi gæðum að vera á hærra verði.Uppruni og gæði eiga stóran þáttÞegar spurt var hvers vegna íslenskar vörur væru valdar voru flestir sammála því að það væri vegna upprunans og gæðanna. Færri voru sammála þeim fullyrðingum að íslensk framleiðslufyrirtæki væru samfélagslega ábyrg og að íslenskar framleiðsluvörur væru frumlegar. Þá voru 61 prósent sammála því að geta hugsað sér að vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki. Í máli sínu vék Bryndís einnig að mikilvægi nýsköpunar fyrir framleiðsluiðnaðinn og sagði að stjórnvöld þyrftu að gera betur í að hvetja til rannsókna og þróunar. Hún sagði að lönd sem væru leiðandi í framleiðslu væru í stöðugri nýsköpun og fjárfestu í rannsóknum og þróun. Almennt væri framlag til rannsókna og þróunar ekki hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði en um helmingur fyrirtækja í framleiðsluiðnaði hér á landi stundaði nýsköpun 2014-2016. Bryndís sagði að það hlutfall þyrfti að hækka.Vísir var með beina útsendingu frá Framleiðsluþingi SI í gær en hana má nálgast hér. Erindi Bryndísar hefst á mínútu 29:17. Tengdar fréttir Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Viðhorf til íslenskrar framleiðslu er almennt jákvætt á meðal Íslendinga. Þetta kom fram í erindi Bryndísar Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins. Samtökin héldu í gær framleiðsluþing sem fram fór í Hörpu. Niðurstöðurnar eru byggðar á Gallup-könnun en samkvæmt henni eru 81 prósent jákvæðir fyrir íslenskum framleiðsluvörum og 77 prósent jákvæðir gagnvart íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Þegar spurt var hvað væri það fyrsta sem viðkomandi dytti í hug þegar hugsað væri um íslensk framleiðslufyrirtæki og íslenskar framleiðsluvörur sýndu niðurstöðurnar að flestir nefndu eitthvað jákvætt og voru nokkur orð sem voru oftar nefnd en önnur líkt og íslenskt já takk, gæði, fiskur, atvinna, skyr, hreinleiki, mjólkurvörur, hrein orka, góðar vörur, sjávarútvegur, matvörur o.s.frv. Þó nokkrir nefndu orðið dýrt en Bryndís sagði að það þyrfti ekki endilega að vera neikvætt því yfirleitt fylgdi gæðum að vera á hærra verði.Uppruni og gæði eiga stóran þáttÞegar spurt var hvers vegna íslenskar vörur væru valdar voru flestir sammála því að það væri vegna upprunans og gæðanna. Færri voru sammála þeim fullyrðingum að íslensk framleiðslufyrirtæki væru samfélagslega ábyrg og að íslenskar framleiðsluvörur væru frumlegar. Þá voru 61 prósent sammála því að geta hugsað sér að vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki. Í máli sínu vék Bryndís einnig að mikilvægi nýsköpunar fyrir framleiðsluiðnaðinn og sagði að stjórnvöld þyrftu að gera betur í að hvetja til rannsókna og þróunar. Hún sagði að lönd sem væru leiðandi í framleiðslu væru í stöðugri nýsköpun og fjárfestu í rannsóknum og þróun. Almennt væri framlag til rannsókna og þróunar ekki hátt hér á landi í alþjóðlegum samanburði en um helmingur fyrirtækja í framleiðsluiðnaði hér á landi stundaði nýsköpun 2014-2016. Bryndís sagði að það hlutfall þyrfti að hækka.Vísir var með beina útsendingu frá Framleiðsluþingi SI í gær en hana má nálgast hér. Erindi Bryndísar hefst á mínútu 29:17.
Tengdar fréttir Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Vill fjölga sendiherrum íslensks iðnaðar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skorar á stjórnvöld að einfalda stjórnsýslu byggingamála í landinu. Furðar sig á því af hverju ekki er keypt meira af íslenskri hönnun í opinberar byggingar. Samkeppnisstaðan oft verið betri. 6. desember 2017 07:30