Enski boltinn

„Ekki nota nafn mitt, félaga minna eða stjórans til að búa til vandræði fyrir Man. Utd.“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruno Fernandes þvertekur fyrir að hafa átt í orðaskaki fyrir Ole Gunnar Solskjær í hálfleik í leik Manchester United og Tottenham.
Bruno Fernandes þvertekur fyrir að hafa átt í orðaskaki fyrir Ole Gunnar Solskjær í hálfleik í leik Manchester United og Tottenham. getty/Carl Recine

Bruno Fernandes segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann hafi rifist við Ole Gunnar Solskjær eftir 1-6 tap Manchester United fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði.

Fernandes var tekinn af velli í hálfleik í leiknum gegn Spurs. Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Portúgalinn hafi látið vel í sér heyra í búningsklefanum í hálfleik og m.a. rifist við Solskjær. Fernandes segir þetta alrangt og segir hann hafi aðeins átt orðastað við sænska varnarmanninn Victor Lindelöf.

„Í fyrsta lagi ræddi ég aðeins við einn liðsfélaga minn. Ég ræddi ekki við Solskjær. Þetta er leið til að veikja hópinn. Ekkert af þessu er satt. Ég var tekinn af velli í hálfleik því stjórinn sagði mér að úrslitin væru svo gott sem ráðin og það væru margir leikir framundan. Ég var ekki sáttur en sagði ekkert meiðandi,“ sagði Fernandes eftir 3-0 sigur Portúgals á Svíþjóð í Þjóðadeildinni í gær.

„Ekki nota nafn mitt, félaga minna eða stjórans til að búa til vandræði fyrir Manchester United. Andinn í hópnum er góður og við ætlum að svara fyrir okkur í næsta leik,“ bætti Fernandes við.

United er með þrjú stig eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Newcastle United á útivelli á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×