Kia e-Niro valinn besti rafbíllinn hjá J.D. Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2021 07:00 Kia e-Niro. Kia e-Niro var kosinn besti rafbíllinn í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Um 10 þúsund eigendur rafbíla voru spurðir út í ýmislegt sem viðkemur rafbílum þeirra m.a. drægni, kostnað og akstursánægju. Kia e-Niro var með hæstu einkunn allra bíla í könnuninni sem þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Kia Motors var einnig í efsta sæti í áreiðanleikakönnun J.D. Power yfir bílasmiði í magnsölu. Kia e-Niro er hreinn rafbíll með engan útblástur. Bíllinn er með 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri samkvæmt mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju. „Þetta er enn ein mikilvæg viðurkenningin fyrir Kia e-Niro sem sýnir enn frekar hversu sterka stöðu Kia hefur náð á rafbílamarkaðnum. Það er ekki auðvelt að vera leiðandi á markaði í rafbílaflokknum þar sem gríðarleg samkeppni ríkir en okkur tókst það samt. Með e-Niro erum við komnir fram með gæðabíl sem hefur engan útblástur. Þetta er góður, skemmtilegur og praktískur bíll sem er gaman að keyra,“ segir Jason Jeong, forseti Kia Europe. Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, segir að Kia hafi staðið sig mjög vel í þróun rafbíla og ætli sér að vera leiðandi þar áfram í nánustu framtíð. Sjö nýir bílar bætast í vörulínu Kia á næstunni og á árinu 2025 verður hægt að velja úr 11 nýjum rafbílum í ýmsum stærðarflokkum. Kia gerir ráð fyrir að 25% Kia bíla verðir rafdrifnir árið 2029 – en hér á landi verður hlutfallið mun hærra og gerist hraðar vegna eftirspurnar markaðarins. „Þetta eru metnaðarfullar áætlanir hjá Kia og þeim ber sannarlega að fagna,“ segir Þorgeir. Vistvænir bílar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Um 10 þúsund eigendur rafbíla voru spurðir út í ýmislegt sem viðkemur rafbílum þeirra m.a. drægni, kostnað og akstursánægju. Kia e-Niro var með hæstu einkunn allra bíla í könnuninni sem þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Kia Motors var einnig í efsta sæti í áreiðanleikakönnun J.D. Power yfir bílasmiði í magnsölu. Kia e-Niro er hreinn rafbíll með engan útblástur. Bíllinn er með 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri samkvæmt mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju. „Þetta er enn ein mikilvæg viðurkenningin fyrir Kia e-Niro sem sýnir enn frekar hversu sterka stöðu Kia hefur náð á rafbílamarkaðnum. Það er ekki auðvelt að vera leiðandi á markaði í rafbílaflokknum þar sem gríðarleg samkeppni ríkir en okkur tókst það samt. Með e-Niro erum við komnir fram með gæðabíl sem hefur engan útblástur. Þetta er góður, skemmtilegur og praktískur bíll sem er gaman að keyra,“ segir Jason Jeong, forseti Kia Europe. Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju, segir að Kia hafi staðið sig mjög vel í þróun rafbíla og ætli sér að vera leiðandi þar áfram í nánustu framtíð. Sjö nýir bílar bætast í vörulínu Kia á næstunni og á árinu 2025 verður hægt að velja úr 11 nýjum rafbílum í ýmsum stærðarflokkum. Kia gerir ráð fyrir að 25% Kia bíla verðir rafdrifnir árið 2029 – en hér á landi verður hlutfallið mun hærra og gerist hraðar vegna eftirspurnar markaðarins. „Þetta eru metnaðarfullar áætlanir hjá Kia og þeim ber sannarlega að fagna,“ segir Þorgeir.
Vistvænir bílar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent