Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 20:00 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Sigurjón Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Eftir erfiða síðustu viku sé staða Kamölu Harris orðin betri og þau Donald Trump nú hnífjöfn. Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Gæti bent til meira fylgis meðal hvítra Í gær birtist könnun frá Iowa, þar sem Harris mældist með 47 prósenta fylgi og Trump með 44 prósent. Iowa hefur verið eldrautt ríki í síðustu kosningum og Trump vann þar yfirburðarsigur bæði 2020 og 2016. Það sem er sérstaklega merkilegt við könnunina er að hún sýnir að hvítar konur, sér í lagi eldri konur, eru að snúast Harris í vil. 63 prósent kvenna 65 ára og eldri hyggjast kjósa Harris á meðan 28 prósent þeirra ætla að kjósa Trump. Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata á kosningafundi í Georgíu í gær.AP Photo/Mike Stewart „Ég er hrifin af stefnu hennar varðandi kynheilbrigðismál, sér í lagi þegar kemur að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Ég hallast líka að því að hún muni bjarga lýðræðinu okkar og fylgja reglum réttarríkisins,“ er haft eftir hinni 79 ára gömlu Lindu Marshall kjósanda í Cascade , í frétt Des Moines Register. Silja Bára bendir á að Iowa er eitt hvítasta ríki Bandaríkjanna, þar er minnstur fjölbreytileiki í íbúasamsetningu. „Þetta gæti verið vísbending um að Harris sé sterkari meðal hvítra kjósenda annars staðar í Bandaríkjunum. Þannig að mögulega kastar hennar framboð öndinni aðeins léttar að sjá þessar tölur.“ Sveifluríkin sjö Bandaríska kosningakerfið virkar þannig að úrslitin ráðast ekki af því hversu mörg atkvæði hvor frambjóðandi fær heldur hversu marga kjörmenn hvor frambjóðandi tryggir sér. Í hverju ríki eru ákveðið margir kjörmenn, sem eru í samræmi við íbúafjölda. Þannig hefur Flórída þrjátíu kjörmenn en Montana fjóra. Þannig eru sum ríki áhrifameiri en önnur. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell Nokkuð ljóst er talið miðað við mælingar að Harris gangi að 226 kjörmönnum vísum en Trump 219. Tryggja þarf 270 kjörmenn til sigurs og leika sveifluríkin sjö mikilvægt hlutverk þar. Það eru Michigan, Nevada, Pennsylvanía, Wisconsin, Arizona, Georgía og Norður-Karolína. Mikilvægust er sennilega Pennsylvanía, þar sem eru 19 kjörmenn. Eins og staðan er í dag mælist Trump með eilítið meira fylgi í fjórum af sjö þeirra en það gæti auðveldlega breyst. „Í síðustu viku var ég eiginlega sannfærð um að Trump myndi sigra miðað við hvernig staðan var þá. Eins og staðan er núna er eiginlega bara jafnara en hefur verið. Þau eru hvort um sig með þrjú nokkuð örugg ríki og hnífjöfn í Pennsylvaníu. Ef eitthvað óvænt kemur upp, eins og ef Iowa fer öðru vísi en búist er við, þá gæti Harris allt í einu marið þetta,“ segir Silja Bára. „Svo verður gjarnan, sem maður vanmetur stundum möguleikann á, sveifla í tíðarandanum, sem gerist á lokametrunum. Það er allt innan einnar skekkju að annað þeirra gæti náð stórsigri. Þetta er bara ótrúlega spennandi, maður verður vakandi sennilega langt fram eftir nótt.“ Allt veltur á Pennsylvaníu Harris mun verja deginum í Pennsylvaníu. Harris mun heimsækja verkamannabæi, þar á meðal Allentown og mun svo enda daginn á kosningafundi í Fíladelfíu. Trump heldur fjóra kosningafundi í þremur ríkjum í dag. Hann byrjar á Raleigh í Norður-Karólínu áður en hann fer til Reading og Pittsburgh í Pennsylvaníu. Eins og í hin tvö skiptin sem hann hefur boðið sig fram endar hann kosningabaráttuna með fundi í Grand Rapids í Michigan. „Hvorugt þeirra á raunhæfan möguleika á sigri nema að fá Pennsylvaníu. Demókratar hafa ekki unnið án Pennsylvaníu í einhverja áratugi. Harris veit sem er, þetta er stærsta af sveifluríkjunum og flestir kjörmenn þar þannig að það er skiljanlegt að þau séu að leggja þessa áherslu á það. Fyrir Trump, hann auðvitað sigraði þarna 2016 og tapaði naumlega 2020. Þannig að fyrir hann skiptir örugglega mjög miklu máli að endurheimta ríkið,“ segir Silja Bára. Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna, forsetaefni Demókrata, á kosningafundi í Michigan í gær.AP Photo/Paul Sancya Trump gæti orðið fyrsti forsetinn með dómsmál á bakinu og annar fyrrverandi forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera kjörinn aftur. Harris gæti orðið fyrsta konan, fyrsta svarta konan og fyrsta manneskjan af suður-asískum uppruna til að gegna embættinu. „Þetta verða sögulegar niðurstöður og svo getum við líka búist við því að þetta verði, eins og var 2020, mjög umdeildar niðurstöður. Framboð beggja aðila eru í startholunum að fara að kæra alls konar atriði sem kunna að koma upp.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Segja má að Harris og Trump hafi verið hnífjöfn í könnunum frá upphafi og munurinn hefur bara minnkað eftir því sem hefur liðið á. „Það er ótrúlega skrítið að það sé ekki farið að draga meira í sundur með þeim. Ef við horfum meira á það hvernig fylgið er að þróast, miðað við stöðuna í morgun, lítur út fyrir að Harris sé aðeins að bæta við sig,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Gæti bent til meira fylgis meðal hvítra Í gær birtist könnun frá Iowa, þar sem Harris mældist með 47 prósenta fylgi og Trump með 44 prósent. Iowa hefur verið eldrautt ríki í síðustu kosningum og Trump vann þar yfirburðarsigur bæði 2020 og 2016. Það sem er sérstaklega merkilegt við könnunina er að hún sýnir að hvítar konur, sér í lagi eldri konur, eru að snúast Harris í vil. 63 prósent kvenna 65 ára og eldri hyggjast kjósa Harris á meðan 28 prósent þeirra ætla að kjósa Trump. Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrata á kosningafundi í Georgíu í gær.AP Photo/Mike Stewart „Ég er hrifin af stefnu hennar varðandi kynheilbrigðismál, sér í lagi þegar kemur að rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Ég hallast líka að því að hún muni bjarga lýðræðinu okkar og fylgja reglum réttarríkisins,“ er haft eftir hinni 79 ára gömlu Lindu Marshall kjósanda í Cascade , í frétt Des Moines Register. Silja Bára bendir á að Iowa er eitt hvítasta ríki Bandaríkjanna, þar er minnstur fjölbreytileiki í íbúasamsetningu. „Þetta gæti verið vísbending um að Harris sé sterkari meðal hvítra kjósenda annars staðar í Bandaríkjunum. Þannig að mögulega kastar hennar framboð öndinni aðeins léttar að sjá þessar tölur.“ Sveifluríkin sjö Bandaríska kosningakerfið virkar þannig að úrslitin ráðast ekki af því hversu mörg atkvæði hvor frambjóðandi fær heldur hversu marga kjörmenn hvor frambjóðandi tryggir sér. Í hverju ríki eru ákveðið margir kjörmenn, sem eru í samræmi við íbúafjölda. Þannig hefur Flórída þrjátíu kjörmenn en Montana fjóra. Þannig eru sum ríki áhrifameiri en önnur. Starfsmenn kjördeildar setja upp kosningabása í íþróttahúsi í MassachusettsAP/Mark Stockwell Nokkuð ljóst er talið miðað við mælingar að Harris gangi að 226 kjörmönnum vísum en Trump 219. Tryggja þarf 270 kjörmenn til sigurs og leika sveifluríkin sjö mikilvægt hlutverk þar. Það eru Michigan, Nevada, Pennsylvanía, Wisconsin, Arizona, Georgía og Norður-Karolína. Mikilvægust er sennilega Pennsylvanía, þar sem eru 19 kjörmenn. Eins og staðan er í dag mælist Trump með eilítið meira fylgi í fjórum af sjö þeirra en það gæti auðveldlega breyst. „Í síðustu viku var ég eiginlega sannfærð um að Trump myndi sigra miðað við hvernig staðan var þá. Eins og staðan er núna er eiginlega bara jafnara en hefur verið. Þau eru hvort um sig með þrjú nokkuð örugg ríki og hnífjöfn í Pennsylvaníu. Ef eitthvað óvænt kemur upp, eins og ef Iowa fer öðru vísi en búist er við, þá gæti Harris allt í einu marið þetta,“ segir Silja Bára. „Svo verður gjarnan, sem maður vanmetur stundum möguleikann á, sveifla í tíðarandanum, sem gerist á lokametrunum. Það er allt innan einnar skekkju að annað þeirra gæti náð stórsigri. Þetta er bara ótrúlega spennandi, maður verður vakandi sennilega langt fram eftir nótt.“ Allt veltur á Pennsylvaníu Harris mun verja deginum í Pennsylvaníu. Harris mun heimsækja verkamannabæi, þar á meðal Allentown og mun svo enda daginn á kosningafundi í Fíladelfíu. Trump heldur fjóra kosningafundi í þremur ríkjum í dag. Hann byrjar á Raleigh í Norður-Karólínu áður en hann fer til Reading og Pittsburgh í Pennsylvaníu. Eins og í hin tvö skiptin sem hann hefur boðið sig fram endar hann kosningabaráttuna með fundi í Grand Rapids í Michigan. „Hvorugt þeirra á raunhæfan möguleika á sigri nema að fá Pennsylvaníu. Demókratar hafa ekki unnið án Pennsylvaníu í einhverja áratugi. Harris veit sem er, þetta er stærsta af sveifluríkjunum og flestir kjörmenn þar þannig að það er skiljanlegt að þau séu að leggja þessa áherslu á það. Fyrir Trump, hann auðvitað sigraði þarna 2016 og tapaði naumlega 2020. Þannig að fyrir hann skiptir örugglega mjög miklu máli að endurheimta ríkið,“ segir Silja Bára. Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna, forsetaefni Demókrata, á kosningafundi í Michigan í gær.AP Photo/Paul Sancya Trump gæti orðið fyrsti forsetinn með dómsmál á bakinu og annar fyrrverandi forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að vera kjörinn aftur. Harris gæti orðið fyrsta konan, fyrsta svarta konan og fyrsta manneskjan af suður-asískum uppruna til að gegna embættinu. „Þetta verða sögulegar niðurstöður og svo getum við líka búist við því að þetta verði, eins og var 2020, mjög umdeildar niðurstöður. Framboð beggja aðila eru í startholunum að fara að kæra alls konar atriði sem kunna að koma upp.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira