Innlent

Sjóða þurfi neyslu­vatn á Siglu­firði vegna E.coli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þegar hafa verið tekin fleiri sýni til að fá nánari hugmynd um umfang mengunarinnar.
Þegar hafa verið tekin fleiri sýni til að fá nánari hugmynd um umfang mengunarinnar. Vísir/Egill

E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 

Norðlenski fréttamiðillinn Trölli greinir frá þessu. Þar kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi þegar tekið fleiri sýni, meðal annars á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, til þess að staðfesta og fá nánari hugmynd um umfang mengunarinnar.

Í varúðarskyni ráðleggur Heilbrigðiseftirlitið að neysluvatnið á Siglufirði sé soðið fyrir neyslu.

Þá segir að eftirlitið muni láta íbúa vita þegar nauðsynlegum aðgerðum til úrbóta á vatnsveitunni, sem tryggja endurheimt vatnsgæða, er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×