Innlent

Skugga­hliðar þyngdarstjórnunarlyfja og út­skúfun vegna BDSM

Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem brýnir fyrir fólki að tilkynna um aukaverkanir. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum.

Innlent

Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott

Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn. 

Innlent

Skyld­leiki við lög­reglu­þjón þvældist fyrir

Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása.

Innlent

Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur

Strætó ræðst í umfangsmikla þjónustuaukningu sunnudaginn næsta. Hlutfall íbúa sem búa innan við 400 metrum frá stoppistöð með tíu mínútna tíðni á annatíma fer úr um 18 prósent í rúmlega 50 prósent.

Innlent

Skrefi nær draumnum um þjónustu­í­búð með vinningnum

Einn stálheppinn miðaeigandi vann sextíu skattfrjálsar millljónir króna þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Sá segist nú eiga möguleika á að láta drauminn rætast um að komast í þjónustuíbúð, en er einnig umhugað um að geta aðstoðað börnin sín. 

Innlent

Tollarnir sem bíta nú þegar, sögu­legur fundur og fjár­sjóður

Samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla sem stjórnvöld Vestanhafs lögðu á íslenskan innflutning, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent

Fækkar sí­fellt í Þjóð­kirkjunni

Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkar sífellt, en frá 1. desember síðastliðnum hefur skráðum meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkað um 385. Haldi sú þróun áfram styttist í að minna en helmingur þjóðarinnar sé í Þjóðkirkjunni.

Innlent