Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Innlent 19.5.2025 16:45 Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins. Innlent 19.5.2025 16:42 Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum. Innlent 19.5.2025 14:47 Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð Viðgerð á brúnni yfir Mógilsá í Esjunni, hefst fimmtudaginn 22. maí. Sama dag verður gert við Stein, sem lagðist á hliðina í byrjun apríl. Innlent 19.5.2025 13:51 RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. Innlent 19.5.2025 13:05 Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. Innlent 19.5.2025 12:48 „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu. Innlent 19.5.2025 12:45 Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Vegna vinnu við göngubrú yfir Sæbraut í Reykjavík verður lokað fyrir umferð á Sæbraut, milli Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs, í kvöld frá klukkan 22 og til klukkan 6 í fyrramálið. Hjáleiðir verða merktar á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sína aðgát og virða merkingar. Innlent 19.5.2025 12:25 Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Matvælastofnun hefur brýnt fyrir hundaeigendum á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu um helgina og annar endaði á dýraspítala hætt kominn. Innlent 19.5.2025 12:15 Hársbreidd frá hitameti í borginni Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. Innlent 19.5.2025 11:57 Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags hjúkrunarfræðinga en félagið samþykkti ályktun á dögunum þar sem þess er krafist að erlendir hjúkrunarfræðingar sem vilja fá starfsleyfi hér á landi tali íslensku. Innlent 19.5.2025 11:46 „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Innlent 19.5.2025 11:19 Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu sækja Japan heim dagana 26. maí til 1. júní í tilefni af heimssýningunni EXPO 2025 sem fram fer í Osaka. Sýningin var opnuð í apríl og stendur fram í október. Innlent 19.5.2025 10:43 Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar. Innlent 19.5.2025 10:32 Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það. Innlent 19.5.2025 10:31 Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Innlent 19.5.2025 10:28 Afdrif Hörpunnar enn á huldu Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu. Innlent 19.5.2025 07:01 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. Innlent 19.5.2025 07:00 Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag. Innlent 19.5.2025 06:32 Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Tveir karlmenn voru handteknir í Reykjavík fyrir húsbrot en þeir höfðu komið sér fyrir í sameign fjölbýlishúss og valdið þar skemmdum samkvæmt dagbók lögreglunnar. Innlent 19.5.2025 06:13 Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. Innlent 18.5.2025 21:12 Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Um fimmtíu konur víðs vegar af landinu hafa setið við saumavélarnar sínar síðustu daga við bútasaum þar sem þær hafa töfrað fram allskonar teppi, púða og fleira með bútasaumi. Innlent 18.5.2025 20:05 Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. Innlent 18.5.2025 18:39 Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. Innlent 18.5.2025 18:11 Varað við bikblæðingum um land allt Vegagerðin hefur gefið út viðvörun vegna bikblæðingar víða um land og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og draga úr hraða þar sem við á. Innlent 18.5.2025 16:26 Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Eldur kviknaði í óflokkuðum úrgangi hjá Terra í Berghellu í Hafnarfirði. Talið er að eldsupptök megi rekja til líþíumrafhlöðu. Innlent 18.5.2025 15:37 Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Stærðarinnar lúxussnekkja sem ber nafnið Talitha og er í eigu auðkýfingsins Mark Getty liggur við akkeri í Reykjavíkurhöfn. Skipið var byggt í Þýskalandi árin 1929 - 1930, og gegndi meðal annars hlutverki byssuskips í seinni heimsstyrjöld, þegar það var í eigu Bandaríkjahers. Innlent 18.5.2025 14:35 Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi. Innlent 18.5.2025 14:06 Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán vegna atviks sem er sagt hafa átt sér stað á ótilgreindum laugardegi á síðasta ári. Innlent 18.5.2025 13:12 Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. Innlent 18.5.2025 12:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Óprúttnir aðilar hafa haft um hundrað milljónir króna af fólki og fyrirtækjum hér á landi undanfarnar tíu vikur. Lögregla hvetur fólk sérstaklega til að hafa varann á ákveðnum forritum, að deila skjá sínum með einhverjum auk þess sem glæpamenn reyni að hafa fé af fólki undir því yfirskyni að verið sé að safna fyrir fólki í neyð á Gasa. Innlent 19.5.2025 16:45
Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um rannsókn á störfum réttarvörslu- og eftirlitsstofnana í kjölfar fjármálahrunsins. Innlent 19.5.2025 16:42
Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum. Innlent 19.5.2025 14:47
Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð Viðgerð á brúnni yfir Mógilsá í Esjunni, hefst fimmtudaginn 22. maí. Sama dag verður gert við Stein, sem lagðist á hliðina í byrjun apríl. Innlent 19.5.2025 13:51
RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. Innlent 19.5.2025 13:05
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. Innlent 19.5.2025 12:48
„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu. Innlent 19.5.2025 12:45
Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Vegna vinnu við göngubrú yfir Sæbraut í Reykjavík verður lokað fyrir umferð á Sæbraut, milli Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs, í kvöld frá klukkan 22 og til klukkan 6 í fyrramálið. Hjáleiðir verða merktar á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sína aðgát og virða merkingar. Innlent 19.5.2025 12:25
Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Matvælastofnun hefur brýnt fyrir hundaeigendum á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu um helgina og annar endaði á dýraspítala hætt kominn. Innlent 19.5.2025 12:15
Hársbreidd frá hitameti í borginni Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. Innlent 19.5.2025 11:57
Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags hjúkrunarfræðinga en félagið samþykkti ályktun á dögunum þar sem þess er krafist að erlendir hjúkrunarfræðingar sem vilja fá starfsleyfi hér á landi tali íslensku. Innlent 19.5.2025 11:46
„Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó. Innlent 19.5.2025 11:19
Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu sækja Japan heim dagana 26. maí til 1. júní í tilefni af heimssýningunni EXPO 2025 sem fram fer í Osaka. Sýningin var opnuð í apríl og stendur fram í október. Innlent 19.5.2025 10:43
Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar. Innlent 19.5.2025 10:32
Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það. Innlent 19.5.2025 10:31
Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Innlent 19.5.2025 10:28
Afdrif Hörpunnar enn á huldu Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu. Innlent 19.5.2025 07:01
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. Innlent 19.5.2025 07:00
Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag. Innlent 19.5.2025 06:32
Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Tveir karlmenn voru handteknir í Reykjavík fyrir húsbrot en þeir höfðu komið sér fyrir í sameign fjölbýlishúss og valdið þar skemmdum samkvæmt dagbók lögreglunnar. Innlent 19.5.2025 06:13
Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. Innlent 18.5.2025 21:12
Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Um fimmtíu konur víðs vegar af landinu hafa setið við saumavélarnar sínar síðustu daga við bútasaum þar sem þær hafa töfrað fram allskonar teppi, púða og fleira með bútasaumi. Innlent 18.5.2025 20:05
Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. Innlent 18.5.2025 18:39
Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. Innlent 18.5.2025 18:11
Varað við bikblæðingum um land allt Vegagerðin hefur gefið út viðvörun vegna bikblæðingar víða um land og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og draga úr hraða þar sem við á. Innlent 18.5.2025 16:26
Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Eldur kviknaði í óflokkuðum úrgangi hjá Terra í Berghellu í Hafnarfirði. Talið er að eldsupptök megi rekja til líþíumrafhlöðu. Innlent 18.5.2025 15:37
Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Stærðarinnar lúxussnekkja sem ber nafnið Talitha og er í eigu auðkýfingsins Mark Getty liggur við akkeri í Reykjavíkurhöfn. Skipið var byggt í Þýskalandi árin 1929 - 1930, og gegndi meðal annars hlutverki byssuskips í seinni heimsstyrjöld, þegar það var í eigu Bandaríkjahers. Innlent 18.5.2025 14:35
Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi. Innlent 18.5.2025 14:06
Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán vegna atviks sem er sagt hafa átt sér stað á ótilgreindum laugardegi á síðasta ári. Innlent 18.5.2025 13:12
Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. Innlent 18.5.2025 12:03