Þétt dagskrá bíður Mike Pence
Þétt dagskrá bíður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem kemur í opinbera heimsókn til landsins í dag. Pence, sem kemur ásamt eiginkonu sinni Karen, lendir á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan eitt og fyrst á dagskrá er kaffisamsæti með Guðna Th Jóhannssyni, forseta Íslands og Elizu Reid, forsetafrú sem hefst klukkan tvö. Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að öryggis og varnarmál verði fyrirferðarmikið umræðuefni á fundi Pence með íslenskum ráðamönnum.