Útlendingar komast ekki á íslenskunámskeið
Verkefnastjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda þegar kemur að því að veita fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga á tímum kórónuveirufaraldursins. Margir þeirra séu nú atvinnulausir og hafi tíma til að læra tungumálið.