Fimm voru fluttir með sjúkraflugi eða þyrlu

Allir tuttugu og tveir ferðamennirnir sem voru í rútunni sem valt í Öxnadal í gær eru frá Tékklandi. Fimm voru fluttir með sjúkraflugi eða þyrlu á gjörgæslu Landspítalans og er tveimur haldið sofandi í öndunarvél en líðan þeirra er sögð stöðug. Fimm voru lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri en aðrir farþegar voru útskrifaðir eftir læknisskoðun. Vegurinn um Öxnadal var lokaður í hálfan sólarhring í kjölfar slyssins en opnaður aftur á fimmta tímanum í nótt eftir vettvangsrannsókn. Að sögn lögreglu er rannsóknin mjög viðamikil og enn á frumstigi. Vísbendingar eru um að hluti farþega hafi ekki verið í bílbelti þegar rútan valt.

35
01:01

Vinsælt í flokknum Fréttir