Rúmlega 2.600 kandídatar brautskráðir í dag

Rúmlega 2.600 kandídatar voru brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi frá Háskóla Íslands í dag. Brautskráð var í tvennu lagi í Laugardalshöll. Á þeirri fyrri tóku kandídatar frá félagsvísinda-, heilbrigðis- og hugvísindasviði við prófskírteinum sínum. Á seinni athöfninni var brautskráð frá Menntavísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði. Í hópnum var meðal annars sá fyrsti sem lýkur námi af námsleið í alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun, sem er alfarið kennd á ensku, og fyrsti nemandinn sem brautskráist með meistaragráðu í afbrotafræði frá skólanum. Rektor ávarpaði nemendur og tilkynnti endurkomu Guðna Th. Jóhannessonar fráfarandi forseta og prófessors í sagnfræði til háskólans.

156
01:45

Vinsælt í flokknum Fréttir