Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Skrattinn og amman

Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta.

Bakþankar
Fréttamynd

Stefnumót við heiminn

Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Calabría

Um daginn átti ég erindi norður til Akureyrar. Ferðafélagi minn hafði það þá á orði að helsti munurinn á Reykjavík og Akureyri væri hve Esjan væri nálægt á Akureyri. Það reyndist rétt hjá honum. Fjallið hinum megin við fjörðinn er miklu nær en í Reykjavík. Það heitir að vísu eitthvað allt annað en Esja.

Bakþankar
Fréttamynd

Sláttuvélablús

Sameign á framleiðslutækjum er víðs fjarri smáborgaranum íslenska. Hann verður að eiga sitt. Það blasir við þegar menn setja sig í athafnagírinn og stika út á túnin með sláttuvélarnar sínar.

Bakþankar
Fréttamynd

Sorglegur atburður

Ég varð vitni að sorglegum atburði ekki alls fyrir löngu. Hann minnti mig á að stundum gefur mannlífið stjórnmálum og viðskiptalífi ekkert eftir hvað vitleysisgang varðar. Það virðist vera sama á hvaða vettvangi mannveran þvælist, ef hún veldur skaða er eins og hún geti ekki hætt fyrr en sá sem síst skyldi er orðinn skaddaður líka.

Bakþankar
Fréttamynd

Innskeifar og þokkafullar

Einu sinni, fyrir ekki svo langa löngu, var ég lítill og fáránlega útskeifur krakki. Mér fannst ekki töff að vera eins og kvenkyns barnaútgáfan af Chaplin og æfði mig stundum í laumi að ganga beint eftir línu. Hins vegar þakkaði ég fyrir að fæturnir á mér sneru þó ekki inn á við. Í barnæsku minni tilheyrðu þeir innskeifu nefnilega varnarlausum minnihlutahópum, settir í hóp með rauðhærðum og freknóttum, feitabollum og gleraugnaglámum. Þeim mátti stríða.

Bakþankar
Fréttamynd

Leynistundirnar okkar

Eitt er það sem angrað hefur marga foreldra að undanförnu. Að ekki skuli vera hægt að láta barnaefnið í Ríkissjónvarpinu hefjast á sama tíma síðdegis eins og virðist viðtekin venja hjá „þeim þjóðum sem við helst miðum okkur við".

Bakþankar
Fréttamynd

Guðs útvalda þjóð

Þegar ég var lítil var ég heilluð af Sögum Biblíunnar, tíu stórum bláum bókum sem amma keypti af farandsala. Þær voru gríðarlega myndskreyttar og þar voru hetjusögur af góðum vinum, spennusögur af barnsfórnum, hryllingssögur af konum sem skáru menn á háls og var hent út um glugga og hundar rifu í sig, og margar fleiri.

Bakþankar
Fréttamynd

Tveggja takka tæknin

Svo voru sjónvarpstæki fundin upp. Þau urðu að almenningseign sem fjölskyldan safnaðist saman fyrir framan á síðkvöldum. Þó að tækin hafi þótt hálfgerðar töfravélar voru þau einföld að gerð, það þurfti bara tvo takka, kveikja- og hækka/lækka takkann. Litirnir komu líka með árunum og fleiri takkar til að skipta um stöð. Þó að þeirra hafi ekki verið þörf hér á landi lengi framan af.

Bakþankar
Fréttamynd

Ísrael og appelsínurnar

Appelsínur fóru að birtast víðs vegar um vinnustaðinn í gær. Eina ástæða þess er líklega sú að ég hafði heyrt ummæli utanríkisráðherra, sem greindi samstarfsfélaga sínum Birgittu Jónsdóttur víst frá því að það versta sem mögulega gæti gerst ef Ísland sliti stjórnmálasamstarfi

Bakþankar
Fréttamynd

Maður skiptir ekki við hrotta

Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Vegurinn heim

Faðir minn er hálfþýskur. Hann heitir Helmuth og veit fátt betra en Suður-Þýskaland og þá sérstaklega Bæjaraland, Bayern. Kærleikurinn milli hans og Bayern hefur varað lengi. Ég var ekki há í loftinu þegar ég vissi allt um Lúðvík II Bæjarakonung, þekkti skjaldarmerki Munchen og fékk ís í verðlaun fyrir að vera að klára weisswurst og sauerkraut af disknum mínum.

Bakþankar
Fréttamynd

Kjördagur

Í dag er kjördagur, bjartur og fagur eins og brúðkaupsdagur í Möttubókunum. Kjósendur streyma glaðir í bragði á kjörstaði til að taka þátt í lýðræðinu, sem þeir njóta þeirra forréttinda að búa við. Sumir nota atkvæðið sitt til að sýna sitt álit á því hvernig til tókst á síðasta kjörtímabili. Þeir velja þá sem þeim finnst hafa staðið sig skást og þeir treysta best til að fara með völd. Aðrir kjósa alltaf sama flokkinn án nokkurs tillits til þess hvort frambjóðendur hans hafi orðið uppvísir að mútuþægni eða ekki. Þeir halda með sínum flokki, hvað sem á dynur, rétt eins og íþróttafélaginu sínu. Enn aðrir nota atkvæðið sitt til að hafna fólki, sem hefur þegið allar skoðanir sínar beint frá flokknum, í trausti þess að hinn kosturinn geti ekki verið verri. Þetta er það dásamlega við lýðræðið. Hver og einn ræður því sjálfur hvað hann kýs og hvers vegna. Enginn þarf að verja þá ákvörðun fyrir öðrum.

Bakþankar
Fréttamynd

Bergsteinn Sigurðsson: Þjóðfélag vonbrigðanna

Skömmu eftir Hrun, raunar bara örfáum dögum, varð vitundarvakning á Íslandi. Íslendingar sannfærðust um að það væri raunhæfur möguleiki á að stokka kerfið upp; út með það gamla - inn með það nýja. Um allan bæ hélt fólk súpufundi þar sem vinir komu saman og skeggræddu um framtíðina, möguleikana og tækifærin sem í henni fólust.

Bakþankar
Fréttamynd

Af heimsku og niðurgangi

Það væri ósanngjarnt að segja að mannskepnan sé heimsk. Hinsvegar er hægt að bera á borð fyrir hana næstum hvaða vitleysu sem er og láta hana tyggja á henni um ókomna tíð. Í mörgum tilfellum er eflaust tímaskorti frekar en heimsku um að kenna. Erillinn gerir mörgum erfitt fyrir að velta því fyrir sér hverju þeir eru að stinga upp í sig eða japla á.

Bakþankar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Útsvar, velferð og kjaftæði

Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að vera ekki með skráð lögheimili í Reykjavík. Ekki vegna þess að mig langar til að borga hærri tryggingagjöld af bílnum mínum heldur langar mig til að greiða atkvæði í borgastjórnarkosningunum í enda maí.

Bakþankar
Fréttamynd

Reykjavík, ó, Reykjavík

Fyrir stuttu las ég minningargrein í Morgunblaðinu um konu sem varð ung ekkja hér í Reykjavík með lítil börn á framfæri sínu. Hún hafði aldrei mikið á milli handanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Ragnheiður Tryggvadóttir: Að rótum vandans

Undanfarin kvöld hef ég dundað mér í garðinum heima en hann er í hálfgerðri órækt. Grasflötin mosavaxin vegna skuggans af allt of stórum trjánum í kring sem hafa fengið að vaxa óáreitt í áratugi og beðin vaðandi í illgresi. Kerfillinn æðir yfir páskaliljurnar og kaffærir allt sem á vegi hans verður. Hann hefur meira að segja brotið sér leið upp um malbikið á bílastæðinu utan við grindverkið, svo mikil er gróskan.

Bakþankar
Fréttamynd

Bjarni Karlsson: Íslenska undrið

Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín.

Skoðun
Fréttamynd

Kolbeinn Proppé : Af hverju gerðuð þið ekkert?

Þau tíðindi vöktu nokkurn titring að kanadískt orkufyrirtæki ætti nú þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Margir ráku upp ramakvein; hér væri verið að afhenda útlendingum yfirráð auðlinda okkar. Aðrir bentu á að kapítalistar hefðu auðlindirnar í fórum sínum nú þegar; hvort þeir ættu heima í Kanada eða Keflavík skipti litlu.

Bakþankar
Fréttamynd

Anna Margrét Björnsson: Ísbjörn í Húsdýragarðinn?

Eftir nokkrar vikur ætla ég að hitta ísbjörninn Knút. Hver man ekki eftir þessum litla sæta hnoðra sem fæddist árið 2006 í dýragarðinum í Berlín og varð samstundis að poppstjörnu dýraríkisins? Knútur aflaði fimm milljón evra fyrir þýska dýragarðinn á því skemmtilega ári 2007. Ásókn í Zoo Berlin jókst um helming og auk þess var seldur ýmis konar varningur: stuttermabolir, derhúfur, lyklakippur og krúttlegir Knútsbangsar.

Bakþankar
Fréttamynd

Lærdómur og leiðindi

Þegar ég var strákur háðu gott og illt hatramma baráttu um yfirráðin í lífi mínu. Þessi öfl tóku þá jafnan á sig mynd skemmtilegs og leiðinlegs, en ég upplifði þessi átök sem glímu góðs og ills. Oft var skemmtilegt en stundum réð hið leiðinlega eitt ríkjum. Til dæmis voru handavinnu- og leikfimitímar ein samfelld sigurganga hins illa.

Bakþankar
Fréttamynd

Júlía Margrét Alexandersdóttir: Alþjóðlegt dömp

Á heimilinu hafa verið gerðar hundrað tilraunir til að hætta að reykja. Enn á ný stendur tilraun yfir, við illan leik. Heimilisfaðirinn, sem ég elskaði einu sinni svo blint að ég leyfði honum að reykja ofan í baðkerinu með öskubakka á Habitat-grind, gerir yfirleitt áhlaup á sumrin, einhvern tímann í kringum varptímann. Kannski af því eitt sinn kallaði ég hann „dúfuna mína“.

Bakþankar
Fréttamynd

Páll Baldvin Baldvinsson: Draugagangur í dagsbirtu

Elskan mín, þú ert svo miklu laglegri svona með alskegg, lætur Bunuel Maríu segja við son sinn Jesú í einni af kvikmyndum sínum. Er það? spyr pilturinn og strýkur á sér vanga og grön. Hinn skeggjaði unglingur hefur lengi fylgt okkur eftir píslardauða sinn og himnaför sem samkvæmt

Bakþankar