Körfubolti

Fréttamynd

Frábært myndband sem sýnir vel kraftinn í íslenska liðinu

Strákarnir á Leikbrot.is hafa verið duglegir að setja saman skemmtileg myndbönd eftir leik Íslands og Búlgaríu í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið. Þeir hafa nú sett saman myndbandið "Endir eða upphaf" til að minna á leik íslensku strákanna á móti Rúmeníu sem fer fram í Laugardalshöllinni á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Pirrandi að vera hægari en venjulega

Jón Arnór Stefánsson gengur ekki alveg heill til skógar en ætlar samt að gefa allt sitt í komandi leik Íslands í undankeppni EM í körfu. Íslenska liðið mætir Búlgaríu í Laugardalshöllinni á morgun og spilar síðan við Rúmena á föstudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Var svolítið "peppaður“ fyrir þennan leik

Íslenska körfuboltalandsliðið sýndi sitt rétta andlit í átta stiga sigri á Rúmenum, 72-64, í undankeppni EM 2015 í gær. Íslenska liðið á því enn möguleika á að komast upp úr riðlunum en tveir síðustu leikir íslenska liðsins fara fram í Laugardalshöllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Sýndu sitt rétta andlit í flottum sigri í Rúmeníu

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta sýndi sitt rétta andlit í dag þegar liðið vann átta stiga útisigur á Rúmeníu, 72-64, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2015. Íslenska liðið steinlá í fyrsta leik á móti Búlgaríu en hélt voninni um sæti í undanúrslitum með þessum flotta sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

EM-draumurinn nánast dáinn eftir fyrsta leik

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði stórt fyrir Búlgaríu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2015. Búlgarir unnu 29 stiga heimasigur, 59-88, og stigu með honum risaskref í átt að sigri í riðlinum. Lykilmenn íslenska liðsins lentu í miklu villuvandræðum og íslenska liðið mátti sín mikils á móti stóru mönnum búlgarska liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Erfiður fyrri hálfleikur í Búlgaríu

Íslenska körfuboltalandsliðið er sextán stigum undir á móti Búlgaríu, 28-44, í hálfleik í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni EM 2015. Íslenska liðið er að hitta á slæman dag en verður helst að laga stöðuna í seinni hálfleik til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Búlgarir tefla fram mjög öflugum Serba

Búlgarir, mótherjar íslenska körfuboltalandsliðsins í undankeppni EM 2015 sem hefst á sunnudaginn eru heldur búnir að sækja sér liðsstyrk fyrir átökin á móti íslenska liðinu. Serbinn Branko Mirkovich er nefnilega kominn með búlgarskt ríkisfang og hann átti stórleik í fyrsta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Búinn að bíða lengi eftir svona manni

Hlynur Bæringsson er búinn að fá hjálp undir körfunni og í fyrsta sinn í langan tíma er hann ekki hæsti maðurinn í íslenska liðinu. Hinn 22 ára gamli og 218 sentimetra hái Ragnar Á. Nathanaelsson er að stíga sín fyrstu spor með A-landsliðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Missir af Kínaferðinni

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, á við smávægileg meiðsli að stríða. Fyrir vikið missir hann af æfingaferð landsliðsins til Kína 16.-22. júlí.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel ekki áfram hjá Norrköping

Forráðamenn sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping Dolphins segjast ekki hafa efni á því að halda Pavel Ermolinskij í sínum röðum á næsta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Gull til Íslands

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum yngri en 15 ára vann í dag til gullverðlauna á boðsmóti í Kaupmannahöfn.

Körfubolti
Fréttamynd

Gæti opnað margar dyr fyrir mig

Nýútskrifaður úr 10. bekk og á leiðinni út til Ítalíu til að spila körfubolta. Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson flytur til Ítalíu í haust þar sem hann mun æfa með unglingaliðinu Stella Azzurra Rome.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar komnir í sumarfrí

Real Madrid er komið áfram í úrslitaeinvígið um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik eftir fínan sigur, 77-63, á CAI Zaragoza í þriðja leik liðanna. Real Madrid gerði sér því lítið fyrir og sópaði Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í CAI Zaragoza í sumarfrí.

Körfubolti
Fréttamynd

Real Madrid þarf að skrika fótur

José Abós, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar og félaga CAI Zaragoza, segir að Real Madrid megi ekki spila af fullri getu ætli lið sitt að eiga möguleika í þriðja leik liðanna í Zaragoza í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór: Erum að spila gegn ómennskum leikmönnum

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, verður í eldlínunni gegn Real Madrid í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á morgun en Real Madrid vann fyrstu tvo leikina og leiðir því einvígið 2-0. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitaeinvígið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jovan og Lára kveðja Garðabæinn

Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa misst sterka leikmenn úr liðum sínum. Stjörnuparið Jovan Zdravevski og Lára Flosadóttir eru á leið til Svíþjóðar og verða ekki með liðum sínum á næstu leiktíð.

Körfubolti