Holan alls ekki eina slysagildran Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. október 2024 07:05 Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er hugsi eftir atburði föstudagsins. Vísir Íbúi við lóð þar sem tveggja ára drengur féll ofan í holu í Urriðaholti á föstudag segir margt mjög ábótavant í frágangi hjá byggingarverktakanum sem reisti húsið. Hún furðar sig á að ekki hafi verið gerð úttekt á lóðinni til að koma í veg fyrir slys. Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“ Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Tveggja ára drengur var á leið heim úr leikskóla ásamt ömmu sinni þegar hann féll tvo metra ofan í holu. Slökkvilið var kallað til til að toga drenginn upp úr holunni. „Hann er að labba niður brekku og stígur á þetta málmlok sem ,flippast' og hann dettur ofan í brunninn,“ sagði Björgvin Gunnar Björgvinsson faðir drengsins í samtali við fréttastofu daginn eftir atvikið. Drengnum varð ekki meint af en Björgvin benti á hve hættulegt sé að lokið hafi legið svo laust á holunni. Vera Rut Ragnarsdóttir íbúi í Urriðaholti er á sama máli. Hún býr í húsinu á lóðinni þar sem holan er staðsett. Sjálf á hún sjö ára dóttur sem leikur sér mikið með vinkonum sínum úti í garðinum. „Maðurinn minn stoppaði þær síðast í síðustu viku þegar þær voru að fikta í þessu,“ segir Vera Rut í samtali við fréttastofu. Hún segir holuna ekki einu slysagildruna við húsið og segir ÞG verk, verktakann sem sá um byggingu hússins, ekki hafa staðið nógu vel að frágangi. „Það er talað um að ÞG sé svo góður verktaki og það sé frábært að kaupa af þeim en það er klárlega ekki okkar reynsla,“ segir Vera. Hún bendir á að við húsið sé reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Vera segir nágranna sinn hafa dottið um þessa steinumgjörð fyrir framan húsið í fyrra og brotið í sér tönn.Vísir „Við töluðum við ÞG þegar það gerðist og þá var ekkert gert. Þannig að ég efast um að það verði eitthvað gert núna,“ segir Vera. Hún bendir á að stór hluti íbúa Urriðaholts sé fjölskyldufólk og að fyrir tveimur árum hafi sjötíu prósent íbúa verið undir fertugu. „Við höfum velt fyrir okkur, hvað annað er ekki öruggt?“ segir Vera og segir óþægilegt að hugsa til þess hve mörg börn leika sér í garðinum í kring um holuna. „Hvað ef stelpan mín hefði verið ein úti að leika og dottið ofan í?“ segir Vera. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að lokið fyrir gatinu væri það þykkt að hróp og köll heyrðust ekki upp úr holunni meðan lokið var fyrir. Vera veltir því fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið gerð úttekt á svæðinu til að koma í veg fyrir slysagildrur sem þessar. „Af hverju fer svona ekki í úttekt? Af hverju kemst þetta í gegn um byggingarfulltrúa?“ segir Vera. „Af hverju eru svona dæmi að komast í gegn þegar það eru einhverjar áberandi hættur á fjölbýlishúsalóð?“
Byggingariðnaður Slysavarnir Garðabær Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55