Körfubolti

Fréttamynd

Sjáðu stelpurnar spila um gullið

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá leik Íslands og Lúxemborgar um gull í körfubolta kvenna á Smáþjóðaleikunum á vef leikanna. Leikurinn hefst klukkan 12.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland marði Andorra

Karlalandslið Íslands í körfubolta vann nauman sigur á Andorra í þriðja leik sínum á Smáþjóðaleikunum í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Vinir fyrir lífstíð í Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum efstu deildar spænska körfuboltans í kvöld. Jón Arnór og félagar ætla að njóta augnabliksins.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnús bætti metið hans Herberts

Magnús Þór Gunnarsson skoraði fimm þriggja stiga körfur í 41 stigs sigri Íslands á San Marínó í gær, 94-53, en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Hann bætti með þessu met Herbert Arnarsonar og er orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur á Smáþjóðaleikum.

Körfubolti
Fréttamynd

Það var allt brjálað í höllinni

"Þetta var yndislegt kvöld í alla staði. Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir frá byrjun og sterkari í lokin. Maður hafði einhvern veginn alltaf trú á því að við myndum taka þetta," sagði sigurreifur Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar unnu eftir þríframlengdan leik

Zaragoza tryggði sér oddaleik í 8-liða úrslitum spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið bar sigur úr býtum, 122-120, gegn Valencia í ótrúlegum körfuboltaleik en framlengja þurfti í þrígang. Jón Arnór Stefánsson var flottur í liðið Zaragoza og gerði 14 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Coach K hættur við að hætta með bandaríska landsliðið

Mike Krzyzewski, betur þekktur sem Coach K, verður áfram þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta en hann mun samkvæmt heimildum bandaríska fjölmiðla tilkynna þetta á blaðamannafundi í dag. Krzyzewski hefur þjálfað landsliðið frá árinu 2005 og komið því á ný í sérflokk í alþjóðaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrjú silfur og fjögur í úrvalsliðum NM unglinga í körfu

Íslensku unglingalandsliðin í körfubolta unnu til þrennra silfurverðlaun á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem lauk í Stokkhólmi í dag. Bæði 18 ára liðin sem og 16 ára lið karla urðu í 2. sæti á mótinu en 16 ára stelpurnar urðu að sætta sig við 4. sætið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með 9 stig í sannfærandi útisigri

Jón Arnór Stefánsson skoraði 9 stig þegar CAI Zaragoza vann 23 stiga útisigur á Mad-Croc Fuenlabrada í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Sigurinn kemur Zaragoza-liðinu upp í fimmta sæti deildarinnar.

Körfubolti