Körfubolti

Fréttamynd

Gera allt til þess að tækla þetta

Mikla athygli vakti þegar leikmönnum úr körfuknattleiksliði ÍR var hótað með SMS-sendingum meðan á undanúrslitunum í Intersportdeildinni stóð þar sem liðið átti í höggi við Keflavík.

Sport
Fréttamynd

Snæfell yfir í hálfleik

Snæfell leiðir gegn Keflvíkingum með tveimur stigum, 44-42, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Calvin Clemmons hefur verði atkvæðamestur hjá Snæfellingum og gert 12 stig og Pálmi Sigurgeirsson 9. Hjá Keflvíkingum hefur Gunnar Einarsson sett niður fjóra þrista og er með 14 stig.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns halda sínu striki og stefna á að ná efsta sæti deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, en liðið lagði Houston Rockets í nótt 91-78.

Sport
Fréttamynd

Tíu töp í ellefu leikjum Lakers

Los Angeles Lakers tapaði enn eina ferðina, með eins stigs mun fyrir San Antonio Spurs í gærkvöldi, 95-94. Lakers hefur tapað 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Brent Barry skoraði sigurkörfuna 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant, sem aðeins skoraði 15 stig, gat tryggt Lakers sigurinn en skot hans í lokin geigaði.

Sport
Fréttamynd

Keflavík einum sigri frá titli

Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna á miðvikudag. Keflavík vann Grindavík 89-87 í framlengdum leik í Grindavík í gær og hefur því unnið báða leikina í úrslitarimmunni.

Sport
Fréttamynd

Færri þristar hjá Keflavík

Keflvíkingar hafa unnið 6 af 8 leikjum sínum í úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta og stefna ótrauðir á það að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á síðustu átta árum.

Sport
Fréttamynd

Veikleikar í svæðisvörn Keflavíkur

Hlynur Bæringsson er bjartsýnn fyrir annan leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, sem háður verður í Stykkishólmi í kvöld og telur sína menn geta nýtt sér veikleika í keflvíska liðinu.

Sport
Fréttamynd

Flugeldasýning á Egilsstöðum

Lið Hattar á Egilstöðum tryggði sér í kvöld sæti í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik þegar liðið burstaði Val í öðrum leik liðanna eystra.

Sport
Fréttamynd

Pistons komnir í úrslitakeppnina

13 leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Meistarnir í Detroit Pistons tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Los Angeles Clippers 97-84. Dallas tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni með sigri á Philadelphia 100-83. Dirk Nowitski skoraði 29 stig fyrir Dallas en leikur Dallas og Cleveland verður sýndur á Sýn annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór í Evrópuúrvalinu

FIBA Europe tilkynnti í morgun hvaða tólf leikmenn hafa verið valdir til að leika með Evrópuúrvalinu gegn heimsúrvalinu í stjörnuleik FIBA Europe á Kýpur 14. apríl nk. Alls taka 24 leikmenn frá 14 löndum þátt í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í NBA í nótt

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Minnesota Timberwolves unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir fengu Los Angeles Lakers í heimsókn.  Leikurinn fór 105-96 fyrir Wolves, sem greinilega hafa ekki gefið upp alla von í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Keflavík leiðir eftir 1. leikhluta

Keflavík leiðir gegn Snæfelli í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn með 24 stigum gegn 22, en leikið er í Sláturhúsinu í Keflavík. Anthony Glover er búinn að setja niður 10 stig fyrir Keflvíkinga en Snæfellingar hafa verið að skjóta mikið fyrir utan og hafa sett niður 5 þriggja stiga körfur.

Sport
Fréttamynd

Keflavík 6 stigum yfir í leikhlé

Keflvíkingar eru sex stigum yfir gegn Snæfelli í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik en leikar standa 53-47. Leikurinn hefur verið jafn og spennandi allan hálfleikinn en Keflvíkingar þó ávalt verið á undan.

Sport
Fréttamynd

Höttur vann fyrsta leikinn

Lið Hattar frá Egilsstöðum gerði sér lítið fyrir og sigraði Valsmenn á Hlíðarenda í kvöld í fyrsta leik liðanna um sæti í Úrvalsdeildinni á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sigraði fyrsta leikinn

Keflavík sigraði fyrsta leikinn gegn Snæfelli í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn með 15 stiga mun, 90-75. Keflvíkingar höfðu nauma forristu allt fram í fjórða leikhluta en þá sigu þeir framúr og sigruðu að lokum með fyrrnefndum mun.

Sport
Fréttamynd

68-61 fyrir síðasta leikhluta

Keflvíkingar leiða með sjö stiga mun, 68-61, fyrir síðasta leikhluta í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Dúndrandi sjálfstraust Keflavíkur

Snæfell sækir Keflavík heim í Sláturhúsið í fyrstu umferð lokaúrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik. Fréttablaðið fékk Einar Bollason, fyrrum landsliðsþjálfara og leikmann, til að spá í viðureign kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Suns vinna kyrrahafsriðilinn

Það skipti Phoenix litlu máli í nótt að vera aftur án Amare Stoudamire, sem er að jafna sig af meiðslum, því að eftir að jafnræði var með liðunum framan af, settu Suns í fluggírinn og keyrðu yfir lánlausa 76ers sem misstu Chris Webber meiddan af velli í þriðja leikhluta.

Sport
Fréttamynd

John Stockton í brons

Larry Miller, eigandi körfuboltaliðs Utah Jazz í NBA deildinni hefur afhjúpað bronsstyttu af John Stockton, fyrrum leikmanni félagsins fyrir utan Delta Center, heimavöll Jazz.

Sport
Fréttamynd

Keflavík vinnur titilinn

 Fyrsta viðureign Keflavík og Snæfells í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld.

Sport
Fréttamynd

U-16 ára landsliðið í körfu valið

Einar Árni Jóhannsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs Íslands, hefur valið 12 manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem háð verður í Svíþjóð maí.

Sport
Fréttamynd

Mjór en máttugur

Keflvíkingar unnu þrjá síðustu leiki sína í undanúrslitunum Intersportdeildarinnar í körfubolta gegn ÍR af miklu öryggi þar sem það var augljóst að Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára höfðu meiri breidd og miklu meiri orku til þess að spila á fullum krafti í þessum leikjum sem liðið vann samtals með 69 stiga mun eða 23 stigum að meðaltali.

Sport
Fréttamynd

Úrslitin í kvennakörfunni í kvöld

Úrslit á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik hefjast í kvöld þegar Keflavík og Grindavík eigast við í Keflavík. Leikur liðanna hefst klukkan 19.15.

Sport
Fréttamynd

Larry Brown hættur hjá Pistons?

Óvíst er hvort Larry Brown, þjálfari núverandi NBA-meistara Detroit Pistons, verði meira með í vetur en hann fór í aðgerð vegna nýrnaveikis fyrr í þessum mánuði.

Sport
Fréttamynd

Loksins vann Lakers

Eftir átta tapleiki í röð náði Los Angeles Lakers loks að rífa sig upp á afturendanum og uppskera sigur en liðið tók á móti New York Knicks í NBA-körfuboltanum í nótt.

Sport
Fréttamynd

Leikmannasamtökin að veruleika?

Fréttablaðið birti grein á dögunum þess efnis að nokkrir leikmenn úr Intersportdeildinni hefðu í hyggju að setja á laggirnar einhvers konar leikmannasamtök.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti Suðurnesjaslagur kvenna

Keflavík og Grindavík hefja í kvöld leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta þegar Grindavík heimsækir Íslandsmeistara síðustu tveggja ára til Keflavíkur. Þetta er fyrsti Suðurnesjaslagurinn í 13 ára sögu úrslitakeppni kvenna en frá árinu 1991 hafa Suðurnesjalið spilað átta sinnum í lokaúrslitum karlakörfunnar.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sigraði fyrsta leikinn

Keflavík sigraði Grindavík örugglega, 88-71, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna, en leikið var í Keflavík. Keflavík náði níu stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta og leiddi með fjórtán stiga mun, 47-33, í hálfleik, munur sem Grindavík náði aldrei að brúa.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór í Evrópuúrvalinu

Jón Arnór Stefánsson hefur verið valinn í Evrópuúrvalið fyrir Stjörnuleik Evrópusambands FIBA sem fer fram á Kýpur 14. apríl næstkomandi. Jón er einn fjögurra fulltrúa Dynamo St. Petersburg í leiknum, Jón Armór er sá einu í Evrópuúrvalinu en hjá Heimsúrvalinu eru þjálfarinn David Blatt og Bandaríkjamennirnir Ed Cota og Kelly McCarty.

Sport
Fréttamynd

Stólkastarinn fyrir rétt

Bryant Jackson, stuðningsmaður Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, kom fyrir rétt í Pontiac, Michigan, í gær en honum er gefið að sök að hafa hent stól inn á völlinn á leik Pistons og Indiana Pacers þann 19. nóvember síðastliðinn.

Sport