Meistaradeildin

Fréttamynd

Ryan Giggs kominn fram úr Raul

Ryan Giggs skoraði í gær sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu en hann hefur nú skorað í þrettán keppnistímabilum í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus jafnaði árangur Barcelona

Juventus tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og er það í fjórða skiptið sem liðið tryggir sig áfram eftir aðeins fjórar umferðir í riðlakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas jákvæður

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas kaus að horfa á björtu hliðarnar eftir að lið hans Arsenal gerði markalaust jafntefli við Fenerbahce á heimavelli sínum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Giggs: Við áttum skilið að vinna

Fyrirliðinn Ryan Giggs sagði sína menn í Manchester United hafa átt skilið að fara með öll stigin frá Celtic Park í kvöld þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við skoska liðið Celtic.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri: Del Piero var frábær

Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, var að vonum ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Real Madrid á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld. Hann hrósaði markaskoraranum Alessandro del Piero í hástert.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá United og Arsenal

Arsenal og Manchester United urðu að gera sér að góðu jafntefli í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í knatttspyrnu í kvöld, en Real Madrid steinlá heima fyrir Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

Celtic hefur yfir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum átta sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Celtic frá Skotlandi hefur yfir 1-0 gegn Manchester United í hálfleik þar sem Scott McDonald skoraði mark heimamanna á 13. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex breytingar hjá United

Leikir kvöldsins í Meistaradeild Evrópu hefjast klukkan 19:45. Sir Alex Ferguson hefur gert sex breytingar á liði Manchester United frá því það lagði Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Adebayor frá í þrjár vikur

Emmanuel Adebayor verður ekki með Arsenal næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla og missir þar með af leiknum gegn Fenerbahce í Meistaradeildinni í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Scolari: Gáfum Roma gjafir

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, segir að hans menn hafi komið færandi hendi í leikinn gegn Roma í kvöld. Roma vann leikinn 3-1 og er Scolari ekki ánægður með gjafmildi sinna manna.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard: Þetta var réttur dómur

Steven Gerrard segir að dómarinn í leik Liverpool og Atletico Madrid hafi tekið rétta ákvörðun með því að gefa sér vítaspyrnu í kvöld. Hann viðurkennir þó að þurfa að skoða atvikið betur á sjónvarpsupptökum og spurning hvort afstaða hans breytist eftir það.

Fótbolti
Fréttamynd

Maradona vill Mascherano sem fyrirliða

Diego Maradona var í kvöld opinberlega kynntur sem nýr þjálfari landsliðs Argentínu. Carlos Bilardo, sem var þjálfari þegar Maradona lyfti heimsmeistarabikarnum 1986, verður aðstoðarmaður hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool jafnaði í viðbótartíma - Chelsea tapaði

Seinni umferðin í riðlum A-D í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld. Chelsea gerði ekki góða ferð til Rómar og lenti þremur mörkum undir áður en John Terry minnkaði muninn. Deco fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool undir í hálfleik

Kominn er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool er að tapa 0-1 fyrir Atletico Madrid en Maxi Rodriguez skoraði markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður á bekknum gegn Basel

Eiður Smári Guðjohnsen er í fyrsta sinn í leikmannahópi Barcelona í kvöld síðan hann meiddist í landsleik Íslands og Makedóníu um miðjan október. Barcelona leikur gegn Basel frá Sviss í Meistaradeildinni og byrjar Eiður á bekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Torres ekki með gegn Atletico

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres leikur ekki með Liverpool gegn sínum fyrrum félögum í Atletico Madrid í kvöld. Meiðsli gera það að verkum að hann er ekki einu sinni á bekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ben Foster í markið hjá United

Ben Foster mun leika sinn fyrsta Meistaradeildarleik á morgun þegar hann ver mark Manchester United gegn Celtic í Skotlandi. Edwin van der Sar er hvíldur og ferðast ekki með Evrópumeisturunum yfir til Skotlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Cole ekki með gegn Roma

Ashley Cole verður ekki með Chelsea gegn Roma í Meistaradeildinni annað kvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í sigri Chelsea á Sunderland um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi tippar á Liverpool

Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona tippar á að það verði Liverpool sem standi uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu næsta vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez hefur áhyggjur af meiðslum lykilmanna

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool var ekki ánægður með 1-1 jafnteflið sem hans menn gerðu við Atletico í Madríd í kvöld. Þá hefur hann áhyggjur af meiðslum nokkurra lykilmanna fyrir mikilvægan leik gegn Chelsea í deildinni um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Terry: Ég gat ekki einu sinni fagnað

John Terry fyrirliði Chelsea gat leyft sér að brosa í kvöld eftir að hans menn komu sér í hugguleg mál í Meistaradeildinni með 1-0 sigri á Roma á Stamford Bridge.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico og Liverpool skildu jöfn

Liverpool mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld. Á sama tíma vann Chelsea 1-0 sigur á Roma á heimavelli.

Fótbolti