
Enski boltinn

Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári
Það virðist endanlega frágengið að bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi í raðir Evrópumeistara Real Madrid í sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.
Fréttir í tímaröð

„Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“
Dean Huijsen átti frábæran fyrsta leik í spænsku landsliðstreyjunni gegn Hollandi. Justin Kluivert, andstæðingur hans í gær en liðsfélagi hjá Bournemouth, segist viss um að Huijsen sé á förum frá félaginu í sumar.

Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu
Crystal Palace hefur fengið frábærar fréttir því framherjinn Jean-Philippe Mateta verður með í bikarleiknum við Fulham á laugardag, þrátt fyrir fólskulega sparkið sem hann fékk í andlitið í leik við Millwall 1. mars.

Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu
Abdukodir Khusanov er hetja í heimalandi sínu Úsbekistan eftir að hafa orðið fyrstur sinnar þjóðar til að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Úsbekistan í vikunni.

Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu
Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans.

Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu
Alan Hansen var á sínum tími máttarstólpi í gríðarlega sigursælu Liverpool-liði. Í seinni tíð var hann þekktur sem maðurinn sem sagði „þú vinnur ekkert með krakka í liðinu.“ Hann hefur nú hlotið MBE-orðuna fyrir störf sín.

Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen mun yfirgefa Manchester United þegar tímabilinu í Englandi lýkur nú í vor. Samningur hans við félagið rennur þá út og ætlar hann að halda á vit ævintýranna.

Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool
Hinn 19 ára Dean Huijsen, leikmaður Bournemouth, er einn mest spennandi miðvörður Evrópu þessa dagana. Hann er nú orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool.

Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum
Hafnaboltamaðurinn Mitchell Voit, sem leikur með Michigan háskólanum, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi látbragði í leik gegn Suður-Karólínu háskólanum.

Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs
Þrátt fyrir að Daniel Levy, eigandi Tottenham, hafi rekið Mauricio Pochettino úr starfi knattspyrnustjóra liðsins talast þeir enn reglulega við. Pochettino hefur áhuga á að snúa aftur til Spurs einn daginn.

Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir
Eftir 25 ára samstarf við Nike hefur enska úrvalsdeildin nú samið við annan íþróttavöruframleiðanda, Puma, sem þar með mun útvega bolta fyrir næstu leiktíð. Ólíklegt er að það gleðji Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Stuðningsmenn Newcastle United eru margir hverjir enn að ná sér niður eftir sigur liðsins á Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins á sunnudaginn var. Íslenskir stuðningsmenn liðsins nutu sín vel á Ölveri í Reykjavík.

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Það virðist engu máli skipta hversu marga miðverði enska knattspyrnufélagið Manchester United kaupir eða sækir úr unglingastarfi sínu, allir meiðast þeir á endanum.

Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði.

Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn
Morgan Gibbs-White, fyrirliði Nottingham Forest, hefur verið kallaður inn í enska landsliðið í fótbolta.

Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“
Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum.

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum.

„Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“
Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir fyrir Dan Burn, varnarmann Newcastle United. Á föstudaginn var hann valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn og í gær skoraði hann í sigri Newcastle á Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins.

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá.

Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna
Cole Palmer, leikmaður Chelsea, mun að öllum líkindum missa af leikjum enska landsliðsins í komandi landsleikjaglugga.

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Fulham ætlar að vera með í baráttunni um Evrópusætin og sannaði það með 2-0 sigri á Tottenham í Lundúnaslag á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United nálgast efri hlutann
Manchester United vann öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Newcastle hafði betur gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu í dag, 2-1.

Merino aftur hetja Arsenal
Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppnum í tólf stig eftir 1-0 heimasigur á Chelsea í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.