Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Arsenal valtaði yfir Crystal Palace

Crystal Palace og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í dag en liðin mættust einnig í deildarbikarnum og líkt og þá fór Arsenal með sigur af hólmi og Gabriel Jesus lét einnig mikið að sér kveða í dag eins og í bikarnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Loks búið að ganga frá sölu Everton

Eftir rúmlega tveggja ára söluferli hefur Farhad Moshiri loks losnað undan eignarhaldi á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Bandaríkjamaðurinn Dan Friedkin hefur fest kaup á 99,5 prósenta hlut, sem talið er að hann greiði rúmar fjögur hundruð milljónir punda fyrir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barton á­kærður

Joey Barton, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Newcastle United og fleiri liða, hefur verið ákærður fyrir að senda tveimur einstaklingum ljót skilaboð á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rashford til í að fara: „Til­búinn í nýja á­skorun“

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, nýtti frídag í gær til að heimsækja gamla grunnskólann sinn og færa 420 börnum jólagjöf. Í leiðinni fór hann í viðtal og viðurkenndi að hann væri „tilbúinn í nýja áskorun“ eftir fréttir af því að United vilji selja hann.

Enski boltinn