Fótbolti

Fréttamynd

Gott silfur gulli betra en hvað nú?

Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hato mættur á Brúnna

Chelsea hefur keypt hinn 19 ára gamla Jorrel Hato frá Ajax. Hann kostar tæplega sex milljarða króna og skrifar undir sjö ára samning í Lundúnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið

Viðar Ari Jónsson var ekki lengi að láta til sín taka og skoraði aðeins um mínútu eftir að hann kom inn á í leik HamKam og Bodö/Glimt. Viðar stangaði boltann í netið og minnkaði muninn en þurfti svo að sætta sig við 1-3 tap.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær ekki nýjan samning eftir fót­brotið

Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marta mætti og bjargaði Brasilíu

Brasilíska goðsögnin gangandi, Marta, kom inn af varamannabekknum og skoraði tvisvar í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins. Hún jafnaði leikinn í uppbótartíma og Brasilía stóð svo uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans

Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Þessir þurfa að heilla Amorim

Manchester United á enn eftir að tapa leik á undirbúningstímabilinu. Að því tilefni fór ESPN yfir hvaða leikmenn þyrftu að heilla þjálfarann Ruben Amorim til að eiga möguleika á að fá mínútur á komandi leiktíð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Brynjólfur Ander­sen með tvö gegn Wrex­ham

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales.

Fótbolti
Fréttamynd

Eggert Aron skoraði og lagði upp í stór­sigri Brann

Eggert Aron Guðmundsson fór mikinn þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 4-1 útisigur á Sarpsborg í efstu deild norska fótboltans. Eggert Aron var í byrjunarliði Brann líkt og Sævar Atli Magnússon. Sveinn Aron Guðjohnsen sat hins vegar allan tímann á varamannabekk heimaliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“

Halldór Snær Georgsson, markvörður KR-inga var öflugur á milli stanganna þegar KR mátti þola enn eitt tapið í Bestu deild karla í fótbolta. Nú gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Átti Halldór Snær nokkrar afbragðs vörslur sem dugðu þó ekki til í dag þar sem Eyjamenn skoruðu í blálokin.

Íslenski boltinn