Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar

Nettóskuldir Manchester United hafa í fyrsta sinn farið yfir einn milljarð dala vegna lántaka í sumar til leikmannakaupa, sem hefur fært heildarskuldir félagsins í hæstu stöðu frá yfirtöku Glazer-fjölskyldunnar árið 2005.

Enski boltinn
Fréttamynd

Starfið venst vel og strákarnir klárir

„Við erum mjög vel stemmdir. Við erum spenntir fyrir verkefninu. Við byggjum á góðri frammistöðu í síðasta leik og viljum ná í þrjú stig,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, um verkefni dagsins er liðið mætir Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli klukkan 17:45.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho

Fjölmargir leikir voru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City og Arsenal unnu sína leiki eins og sagt var frá í öðrum fréttum en Benfica virðist komið á gott skrið undir stjórn José Mourinho og Newcastle United þurfti að sætta sig við jafntefli í Þýskalandi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland tryggði City sigur í stór­leiknum gegn Real Madrid

Manchester City hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Madríd í stórleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 2-1 sigur Manchester City staðreynd og spurning hvort um hafi verið að ræða síðasta leik Real Madrid undir stjórn þjálfarans Xabi Alonso.

Fótbolti