Meistaradeildin

Fréttamynd

Geir á Stamford Bridge

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Fenerbahce sem fram fer á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge. Leikurinn er seinni viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti missir líka af seinni leiknum

Ítalska liðið Roma opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir seinni leikinn gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Francesco Totti, fyrirliði liðsins, hefur enn ekki jafnað sig af meiðslum og er ekki í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Pennant ekki með á morgun

Ljóst er að vængmaðurinn Jermaine Pennant verður ekki í leikmannahópi Liverpool á morgun. Þá tekur liðið á móti Arsenal í seinni viðureign þessara liða í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez er sáttur

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist vel geta unað við 1-1 jafnteflið gegn Arsenal á Emirates í Meistaradeildinni í kvöld. Hans mönnum nægir nú 0-0 jafntefli á heimavelli til að komast í undanúrslitin.

Fótbolti
Fréttamynd

Grant: Vonbrigði að tapa

Avram Grant stjóri Chelsea segist vera vonsvikinn að hafa tapað 2-1 fyrir Fenerbache í Meistaradeildinni í kvöld en er þó ekki svartsýnn á framhaldið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kuyt: Þetta var ekki vítaspyrna

Hollendingurinn Dirk Kuyt vill ekki meina að hann hafi brotið á Alex Hleb í síðari hálfleik viðureignar Arsenal og Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Mörgum þótti Arsenal hafa átt að fá víti þegar Kuyt virtist toga Hleb niður í teignum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt á Emirates í hálfleik

Staðan í leik Arsenal og Liverpool þegar flautað hefur verið til hálfleiks er jöfn 1-1. Leikurinn hefur verið nokkuð fjörlegur en hér er um að ræða fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Byrjunarliðin klár í Meistaradeildinni

Tveir stórleikir eru á dagskrá í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og eru þeir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér fyrir neðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo man lítið eftir markinu

Cristiano Ronaldo man lítið eftir markinu sem hann skoraði í 2-0 sigri Manchester United á Roma í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

De Rossi segir Roma í nær ómögulegri stöðu

Daniele De Rossi, leikmaður AS Roma, segir að sínir menn séu í nær ómögulegri stöðu eftir að liðið tapaði, 2-0, fyrir Manchester United á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson: Frábær úrslit

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna gegn Roma í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Laporta: Mikið undir í kvöld

Juan Laporta, forseti Barcelona, segir að það sé mikið undir í leik Schalke og Börsunga í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig um framtíð Frank Rijkaard hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári gæti byrjað í kvöld

Schalke 04 tekur á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Spænskir fjölmiðlar spá því að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Börsunga.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti ekki með Roma gegn United

Það hefur nú verið staðfest að Francesco Totti, fyrirliði og markahæsti leikmaður Roma, verður ekki með þegar að hans menn taka á móti Manchester United í fyrri viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti missir líklega af leiknum við United

Francesco Totti, fyrirliði Roma, mun að öllum líkindum missa af fyrri leik liðsins gegn Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn. Hann meiddist á læri í deildarleik í gær og því verða Rómverjar líklega án síns markahæsta manns í leiknum mikilvæga.

Fótbolti
Fréttamynd

Úrslitaleikurinn 2010 á Spáni

Búið er að ákveða að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2010 verður á heimavelli Real Madrid, Bernabeu vellinum. Englendingar vonuðust til að leikurinn yrði á Wembley vellinum en urðu ekki að ósk sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma er erfiður andstæðingur

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að Roma verði sýnd veiði en ekki gefin gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Hann segir að það henti fyrrum lærisveinum sínum ágætlega að mæta United.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn beðnir að gæta varúðar

Forráðamenn Manchester United hafa farið þess á leit við stuningsmenn félagsins að þeir fari varlega og sýni stillingu í kring um leikina við Roma í Meistaradeildinni í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Grant er sigurviss

Avram Grant stjóri Chelsea er nokkuð sigurviss fyrir leiki liðsins gegn Fenerbache í Meistaradeildinni, en bendir á að tyrkneska liðið sé sýnd veiði en ekki gefin.

Fótbolti
Fréttamynd

Queiroz: Roma er miklu betra núna

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, segir að liði Roma hafi farið mikið fram síðan liðin áttust við í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrr á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez hefur trú á sínum mönnum

Rafa Benitez hefur trú á því að hans menn í Liverpool hafi það sem til þarf til að slá Arsenal út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger: Við förum áfram

Arsene Wenger segist viss um að hans menn í Arsenal hafi það sem til þarf til að bera sigurorð af Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti