Lögreglumál

Fréttamynd

Ungir ökumenn á ógnarhraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og nótt. Fimm ökumenn voru til að mynda stöðvaðir í Seljahverfi í kjölfar hraðamælingar en þeir reyndust á 83-89 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.

Innlent
Fréttamynd

Í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í mið­bænum í nótt

Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár líkams­á­rásir til­kynntar til lög­reglu í nótt

Þrjár líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu í nótt og gærkvöldi. Þær gerðust allar í miðbænum og tvær fyrir utan skemmtistaði í hverfinu. Í tveimur árásanna voru grunaðir handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán ára drengur hand­tekinn fyrir vopna­laga­brot

Sextán ára gamall drengur var handtekinn á öðrum tímanum í nótt í Breiðholti grunaður um hótanir, brot á vopnalögum og brot gegn opinberum starfsmanni. Hann er sagður hafa verið að hóta fólki með eggvopni og er málið nú unnið með aðkomu föður drengsins og fulltrúa Barnaverndar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Með gjallarhorn í miðbænum

Lögregla var kölluð á vettvang í gærkvöldi vegna einstalings sem var að ónáða aðra hrópandi í gjallarhorn í miðbænum. Viðkomandi reyndist vera í annarlegu ástandi en lét af hegðun sinni eftir samtal við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Maður á sjötugsaldri handtekinn fyrir að tæla ólögráða stúlkur

Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað brotið af sér með sams konar hætti.

Innlent
Fréttamynd

Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. 

Innlent
Fréttamynd

800 handteknir og hald lagt á mörg tonn af eiturlyfjum

Fyrirtækið ANOM, sem rekið var af bandarísku alríkislögreglunni og lögregluyfirvöldum í Ástralíu, þjónustaði um það bil 12 þúsund síma sem lögregla kom í dreifingu meðal glæpamanna til að hlera samskipti þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti

Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu.

Erlent
Fréttamynd

Tveir beinbrotnir skipverjar fluttir á sjúkrahús

Lögreglu barst tilkynning um kl. 3.30 í nótt um að tveir skipverjar um borð í togara hefðu slasast. Togarinn var við veiðar en hélt í land með skipverjana, sem voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Í annarlegu ástandi að skjóta örvum í tré

Maður var kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann var með boga og örvar á sér í póstnúmeri 110 í gær. Hann sagði lögreglu að hann hefði verið að æfa sig í að skjóta í tré.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel

Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Skammbyssa reyndist Stjörnustríðs geislabyssa

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um einstakling með skammbyssu í Hafnarfirði. Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af Star Wars geislabyssu.

Innlent
Fréttamynd

Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember

Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári.  Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér.

Innlent