Lögreglumál Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. Innlent 1.1.2021 18:58 Reyndi að brjótast inn hjá Gilbert úrsmið Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott. Innlent 1.1.2021 18:04 Eftirlýstur maður gaf sig fram á nýársnótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa liðna nýársnótt ef marka má dagbókarfærslu hennar sem send var fjölmiðlum. Talsvert var um ölvunarakstur og hávaðakvartanir, samkvæmt lögreglu. Innlent 1.1.2021 08:34 Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt. Innlent 31.12.2020 08:22 Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. Innlent 30.12.2020 11:56 Hávaði og ónæði vegna flugelda um allt höfuðborgarsvæðið Mikið var um tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna hávaða eða ónæði vegna flugelda sprenginga. Bárust tilkynningar úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins að því er segir í dagbók lögreglu. Innlent 30.12.2020 06:33 Vistaður í fangageymslu eftir líkamsárás Líkamsárás átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gær. Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og hótanir og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir árásinni fór á bráðadeild til aðhlynningar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um áverka. Innlent 27.12.2020 07:29 Flugeldum fyrir þrjár milljónir stolið Brotist var inn í flugeldagám fyrir utan Kiwanishúsið í Þorlákshöfn um hátíðirnar og flugeldum að andvirði þriggja milljóna króna var stolið. Frá þessu greinir björgunarsveitin Mannbjörg á Facebook. Innlent 26.12.2020 21:11 Leituðu að kajakræðara en fundu bara hvali Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á Akureyri leituðu í meira en tvær klukkustundir að kajakræðara sem talið var að hefði lent í vandræðum í sjónum milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar í dag. Talið er að um missýn hafi verið að ræða, þar sem mikið var um hvali á svæðinu. Innlent 26.12.2020 18:39 Missti stjórn á bifreið og ók á hús Klukkan hálf tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni og ók á hús með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Innlent 26.12.2020 07:36 Leigubílstjóri grunaður um líkamsárás eftir að farþegi greiddi ekki farið Leigubílstjóri kallaði eftir aðstoð lögreglu í vesturbæ Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna farþega sem neitaði að greiða ökugjald fyrir farið. Farþeginn sagði lögreglu að bílstjórinn hefði slegið sig í höfuðið þegar hann reyndi að yfirgefa bílinn. Innlent 25.12.2020 08:50 Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. Innlent 25.12.2020 08:25 Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. Innlent 24.12.2020 10:49 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 24.12.2020 09:50 Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. Innlent 24.12.2020 08:22 Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar ákærður Skipstjórinn á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum eftir að grunur kom upp um kórónuveirusmit um borð. Tuttugu og tveir skipverjar sýktust af veirunni. Innlent 23.12.2020 18:26 Arnar heill á húfi erlendis Arnar Sveinsson, 32 ára karlmaður sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í byrjun desember, er kominn í leitirnar. Frá þessu er greint á heimasíðu lögreglunnar. Þar kemur fram að hann sé erlendis og heill á húfi. Innlent 23.12.2020 13:33 Lögðu hald á hnífa og fíkniefni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti í nótt sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 23.12.2020 06:30 Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Innlent 22.12.2020 21:32 Látinn laus eftir samræður við lögreglu Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til frekari aðgerða gagnvart manninum sem sagður er hafa hótað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag. Innlent 22.12.2020 16:22 Fjórir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók rétt í þessu fjóra menn í íbúð í Fossvoginum. Leitað var að einum manni sem er grunaður um innbrot í sama hverfi í nótt en þrír aðrir voru í sömu íbúð þegar lögreglu bar að. Innlent 22.12.2020 16:13 „Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“ Sá sem hótaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur sent héraðsfréttaritinu Austurfrétt tvö SMS-skeyti. Innlent 22.12.2020 14:46 Vísar því alfarið á bug að ÍSÍ hafi sigað lögreglunni á Viggó Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ vísar því á bug að hafa klagað Viggó Harald Viggósson til lögreglu. Innlent 22.12.2020 14:21 Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Innlent 22.12.2020 12:34 Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. Innlent 22.12.2020 11:22 Veittist að starfsmönnum verslunar í Vesturbæ Klukkan 19:43 í gærkvöldi barst lögreglu beiðni um aðstoð frá starfsmönnum í verslun í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 22.12.2020 06:33 Virtu ekki sóttkví á hóteli í miðbænum Laust fyrir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um einstaklinga á hóteli í miðbæ Reykjavíkur sem virtu ekki sóttkví. Innlent 21.12.2020 06:29 Fjórtán ára Selfyssingur fundin heil á húfi Fjórtán ára gömul stelpa sem leitað var að á Selfossi í dag er fundin. Frá þessu greindi Lögreglan á Suðurlandi frá á Facebook-síðu sinni. Innlent 20.12.2020 18:08 Rýmingu aflétt á Eskifirði en óvissustig áfram í gildi Rýmingu á Eskifirði, sem sett var á vegna skriðuhættu, hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði. Óvissustig almannavarna vegna skriðuhættu er þó enn í gildi á Austurlandi. Innlent 20.12.2020 15:23 Hálft kíló af kókaíni til landsins með hraðsendingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á hálft kíló af kókaíni í síðustu viku sem sent hafði verið til landsins með hraðsendingarþjónustu. Rannsókn málsins er á lokastigi. Innlent 20.12.2020 07:28 « ‹ 165 166 167 168 169 170 171 172 173 … 279 ›
Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. Innlent 1.1.2021 18:58
Reyndi að brjótast inn hjá Gilbert úrsmið Tilraun var gerð til að brjótast inn í verslun Gilberts úrsmiðs á Laugaveginum á mánudagsmorgunn. Þjófnum gekk ekki betur en svo að hann náði að brjóta rúðuna, sem er skotheld, að hluta áður en þjófavarnakerfið fór í gang og hrakti hann á brott. Innlent 1.1.2021 18:04
Eftirlýstur maður gaf sig fram á nýársnótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa liðna nýársnótt ef marka má dagbókarfærslu hennar sem send var fjölmiðlum. Talsvert var um ölvunarakstur og hávaðakvartanir, samkvæmt lögreglu. Innlent 1.1.2021 08:34
Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt. Innlent 31.12.2020 08:22
Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. Innlent 30.12.2020 11:56
Hávaði og ónæði vegna flugelda um allt höfuðborgarsvæðið Mikið var um tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna hávaða eða ónæði vegna flugelda sprenginga. Bárust tilkynningar úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins að því er segir í dagbók lögreglu. Innlent 30.12.2020 06:33
Vistaður í fangageymslu eftir líkamsárás Líkamsárás átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gær. Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og hótanir og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir árásinni fór á bráðadeild til aðhlynningar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um áverka. Innlent 27.12.2020 07:29
Flugeldum fyrir þrjár milljónir stolið Brotist var inn í flugeldagám fyrir utan Kiwanishúsið í Þorlákshöfn um hátíðirnar og flugeldum að andvirði þriggja milljóna króna var stolið. Frá þessu greinir björgunarsveitin Mannbjörg á Facebook. Innlent 26.12.2020 21:11
Leituðu að kajakræðara en fundu bara hvali Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á Akureyri leituðu í meira en tvær klukkustundir að kajakræðara sem talið var að hefði lent í vandræðum í sjónum milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar í dag. Talið er að um missýn hafi verið að ræða, þar sem mikið var um hvali á svæðinu. Innlent 26.12.2020 18:39
Missti stjórn á bifreið og ók á hús Klukkan hálf tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni og ók á hús með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Innlent 26.12.2020 07:36
Leigubílstjóri grunaður um líkamsárás eftir að farþegi greiddi ekki farið Leigubílstjóri kallaði eftir aðstoð lögreglu í vesturbæ Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna farþega sem neitaði að greiða ökugjald fyrir farið. Farþeginn sagði lögreglu að bílstjórinn hefði slegið sig í höfuðið þegar hann reyndi að yfirgefa bílinn. Innlent 25.12.2020 08:50
Hugsanlegt brot á samkomubanni í kirkju á aðfangadagskvöld Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á ellefta tímanum í gærkvöldi um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði taldi hún um það bil fimmtíu manns ganga frá kirkjunni. Innlent 25.12.2020 08:25
Bjarni biðst afsökunar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. Innlent 24.12.2020 10:49
Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 24.12.2020 09:50
Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. Innlent 24.12.2020 08:22
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar ákærður Skipstjórinn á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum eftir að grunur kom upp um kórónuveirusmit um borð. Tuttugu og tveir skipverjar sýktust af veirunni. Innlent 23.12.2020 18:26
Arnar heill á húfi erlendis Arnar Sveinsson, 32 ára karlmaður sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í byrjun desember, er kominn í leitirnar. Frá þessu er greint á heimasíðu lögreglunnar. Þar kemur fram að hann sé erlendis og heill á húfi. Innlent 23.12.2020 13:33
Lögðu hald á hnífa og fíkniefni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann laust eftir miðnætti í nótt sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 23.12.2020 06:30
Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Innlent 22.12.2020 21:32
Látinn laus eftir samræður við lögreglu Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til frekari aðgerða gagnvart manninum sem sagður er hafa hótað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag. Innlent 22.12.2020 16:22
Fjórir handteknir í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók rétt í þessu fjóra menn í íbúð í Fossvoginum. Leitað var að einum manni sem er grunaður um innbrot í sama hverfi í nótt en þrír aðrir voru í sömu íbúð þegar lögreglu bar að. Innlent 22.12.2020 16:13
„Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“ Sá sem hótaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur sent héraðsfréttaritinu Austurfrétt tvö SMS-skeyti. Innlent 22.12.2020 14:46
Vísar því alfarið á bug að ÍSÍ hafi sigað lögreglunni á Viggó Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ vísar því á bug að hafa klagað Viggó Harald Viggósson til lögreglu. Innlent 22.12.2020 14:21
Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Innlent 22.12.2020 12:34
Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. Innlent 22.12.2020 11:22
Veittist að starfsmönnum verslunar í Vesturbæ Klukkan 19:43 í gærkvöldi barst lögreglu beiðni um aðstoð frá starfsmönnum í verslun í Vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 22.12.2020 06:33
Virtu ekki sóttkví á hóteli í miðbænum Laust fyrir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um einstaklinga á hóteli í miðbæ Reykjavíkur sem virtu ekki sóttkví. Innlent 21.12.2020 06:29
Fjórtán ára Selfyssingur fundin heil á húfi Fjórtán ára gömul stelpa sem leitað var að á Selfossi í dag er fundin. Frá þessu greindi Lögreglan á Suðurlandi frá á Facebook-síðu sinni. Innlent 20.12.2020 18:08
Rýmingu aflétt á Eskifirði en óvissustig áfram í gildi Rýmingu á Eskifirði, sem sett var á vegna skriðuhættu, hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði. Óvissustig almannavarna vegna skriðuhættu er þó enn í gildi á Austurlandi. Innlent 20.12.2020 15:23
Hálft kíló af kókaíni til landsins með hraðsendingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á hálft kíló af kókaíni í síðustu viku sem sent hafði verið til landsins með hraðsendingarþjónustu. Rannsókn málsins er á lokastigi. Innlent 20.12.2020 07:28