Innlent

Há­vaði og ó­næði vegna flug­elda um allt höfuð­borgar­svæðið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslendingar eru þekktir fyrir að skjóta upp mikið af flugeldum um áramót og ýmsir virðast líka hafa gaman af því að skjóta upp dagana fyrir áramót.
Íslendingar eru þekktir fyrir að skjóta upp mikið af flugeldum um áramót og ýmsir virðast líka hafa gaman af því að skjóta upp dagana fyrir áramót. Vísir/Vilhelm

Mikið var um tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna hávaða eða ónæði vegna flugelda sprenginga. Bárust tilkynningar úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá bárust lögreglu sex tilkynningar um heimilisofbeldi og voru sjö manns vistaðir í fangageymslu fyrir ýmis mál.

Laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti. Er 15 ára stúlka grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Stúlkunni var ekið heim til móður sinnar og tilkynning send til barnaverndar.

Um klukkan hálfsex í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Hlíðahverfi. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók á umferðarljós. Ekki urðu slys á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×