Lögreglumál

Fréttamynd

„Já­kvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um öskur konu koma frá íbúð. Reyndust öskrin vera „á heldur jákvæðari nótum en óttast var í fyrstu“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar án þess að það sé útskýrt nánar.

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist um líf sitt

Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“

„Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði hundi í lög­reglu­mann

Ágreiningur milli mæðra fór svo að önnur kastaði litlum hundi sem hún hélt á í bringu lögreglumanns. Konan var töluvert ölvuð og var að lokum handtekin. Hundurinn reyndist ómeiddur eftir kastið.

Innlent
Fréttamynd

Hætta rann­sókn á kæru þriggja starfs­manna MAST um meinta mútu­þægni

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveða á mánu­dag hvort faðirinn verði á­kærður

Á mánudag mun Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni þann 15. september, hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun á mánudag hvort hann verði ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tóku tvo vopnaða menn

Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglustöðvar 3 á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þeir reyndust bæði vopnaðir og grunaðir um vörslu fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin

Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér.

Innlent
Fréttamynd

Tveir grunaðir um frelsis­sviptingu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um rán og frelsissviptingu í íbúð í Breiðholti. Tveir voru handteknir þegar lögregluþjóna bar að garði og settir í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Rifrildi, inn­brot og eftir­för

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt í kjölfar rifrildis milli tveggja manna sem endaði með því að annar þeirra dró upp eggvopn.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður morðingi á­fram bak við lás og slá

Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu

Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir.

Innlent
Fréttamynd

Lifir greni­tréð í Ölfus­á af krapastífluna?

Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan fylgist vel með á­standinu í Ölfus­á

Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir eftir vitnum á Sel­tjarnar­nesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin.

Innlent
Fréttamynd

Leita ein­stak­lings sem grunaður er um líkams­á­rás

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitar nú einstaklings sem er grunaður um að hafa ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Sá slasaðist ekki alvarlega en samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar er árásarmaðurinn þekktur.

Innlent
Fréttamynd

„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“

Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í póst­kössum og blaða­gámi

Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. 

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast inn með exi

Maður var handtekinn í nótt eða gærkvöldi eftir að hann reyndi að brjótast inn í hús með exi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir teknir með falin fíkni­efni á leið til Ísa­fjarðar

Síðdegis á miðvikudaginn handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo ferðalanga sem voru á leið frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Við leit í bílnum fundust vandlega falin fíkniefni í nokkru magni.

Innlent