Lögreglumál

Fréttamynd

Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl

Óvenju miklar annir eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings. Tíu aðskilin smyglmál hafa komið upp á skömmum tíma. Rannsakað er hvort þau tengist innbyrðis.

Innlent
Fréttamynd

Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku

Það sem af er ári hefur sérsveit ríkislögreglustjóra farið í 76 vopnuð útköll. Það samsvarar 4,5 útköllum á viku. Vopnuðum útköllum hefur fjölgað á síðastliðnum áratug.

Innlent
Fréttamynd

Löggan vissi af dópinu

Tveir pólskir menn eru í haldi grunaðir um innflutning á töluverðu magni fíkniefna. Annar óttaðist það að fíkniefnahundar kæmu upp um smyglið.

Innlent
Fréttamynd

Morð í sömu götu fyrir þremur árum

Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á Matthías Mána á Litla-Hrauni

Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát

Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári.

Innlent