Lögreglumál

Fréttamynd

Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum

Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðum lokið í Straums­vík

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal

Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda.

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið betra að fá þyrluna

Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dansaði úti á miðri götu og truflaði um­ferð

Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegur staður allt árið um kring

Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á barn á reið­hjóli

Ekið var á barn á reiðhjóli á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 18 í gær. Barnið slasaðist ekki en engar frekari upplýsingar um atvikið er að finna í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést í Ása­hreppi

Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mönnunum sleppt úr haldi

Mönnunum tveimur sem handteknir voru eftir að karlmaður fannst látinn í húsi í Þingholtunum hefur verið sleppt úr haldi. Er það mat lögreglu að þeir hafi ekki átt þátt í dauða mannsins. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögur inn­brot og eigna­spjöll

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt en henni bárust meðal annars fjórar tilkynningar um þjófnað úr verslunum auk tilkynninga um íkveikju og eignaspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að yfir­heyra mennina aftur í fyrra­málið

Lögreglu hefur enn ekki tekist að yfirheyra mennina sem handteknir voru í morgun vegna andláts í Þingholtunum. Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að yfirheyra mennina en það hefur ekki tekist sökum ástands þeirra. Gerð verður tilraun til að yfirheyra mennina aftur í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki enn náð að yfir­heyra mennina sökum á­stands

Tilraunir lögreglu til að yfirheyra mennina sem handteknir voru í morgun vegna andláts í Þingholtunum hafa ekki borið árangur sökum ástands þeirra. Takist það ekki seint í kvöld þurfi að skoða aðrar ráðstafanir þar sem lögregla hefur aðeins heimild til að halda einstaklingum í sólarhring. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í ís­skáp

Eldur kviknaði í ísskáp á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglan fór á vettvang ásamt slökkviliði í kljölfar þess sem tilkynning um eldinn barst. Eldurinn var farinn að dreifa sér um eldhúsið en slökkviliði tókst að slökkva eldinn. Tæknideild lögreglu mætti einnig á vettvang. 

Innlent