Aðgerðum lokið í Straumsvík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2023 11:17 Sinubruninn náði yfir víðfeðmt svæði. egill aðalsteinsson Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu. Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira