Lögreglumál

Fréttamynd

Rýmingu í Mýr­dal af­létt

Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. 

Innlent
Fréttamynd

Stálu þremur hoppuka­s­tölum og flutninga­bíl um jólin

Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Stakk af eftir að hafa valdið á­rekstri

Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Stal jólapakka og úlpu

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem leitað var í Þykkva­bæjar­fjöru

Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn.

Innlent
Fréttamynd

Telur for­kastan­legt að halda drengnum í gæslu­varð­haldi

Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur skot­bóm­u­lyfturum stolið

Upp úr klukkan tíu í morgun var tilkynnt um stuld á skotbómulyftara af byggingarsvæði í Garðabæ. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef önnur tilkynning sama efnis hefði ekki borist tuttugu mínútum seinna. 

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys við Vík í Mýrdal

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi eitt fyrir stundu við Reynisfjall skammt frá Vík í Mýrdal þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði af sér þvagi á miðri ak­braut

Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Eitt af verkefnum næturinnar var að hafa afskipti af manni sem stóð á miðri akbraut í miðbæ Reykjavíkur og kastaði af sér þvagi.

Innlent
Fréttamynd

Telur ríkis­lög­reglu­stjóra hafa gert sögu­leg mis­tök

Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Leita að tvítugum karlmanni við Þykkvabæjarfjöru

Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að á Suðurlandi síðan seinnipartinn í gær er rúmlega tvítugur. Lögregla hóf eftirgrennslan eftir honum að beiðni aðstandenda í Árnessýslu um fimmleytið síðdegis í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út tveimur klukkustundum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Dómstóllinn meti að ekki stafi svo mikil hætta af mönnunum

Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna.

Innlent