Innlent

Grun­sam­legar manna­ferðir í Grafar­vogi og erfiður strætó­far­þegi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Tilkynnt var um innbrot í heimahúsi, fyrirtæki, geymslu og í gámi.
Tilkynnt var um innbrot í heimahúsi, fyrirtæki, geymslu og í gámi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í dag. Tilkynningar um innbrot voru áberandi en önnur útköll tengdust meðal annars umferðaróhöppum, erfiðum strætófarþega og sofandi, heimilislausum manni í nýbyggingu.

Lögregla var kölluð til vegna óvelkomins aðila í heimahúsi í hverfi 105. Sá var horfinn á brott þegar lögreglu bar að. Þá var tilkynnt um heimilislausan mann sofandi í nýbyggingu í miðbænum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var hann „vakinn eftir góðan nætursvefn.“

Ekið var á gangandi vegfaranda sem hlaut minniháttar áverka. Einn rann til í hálku og hlaut áverka á fótlegg. Þá var tilkynnt um tilraun til innbrots í heimahúsi í Hafnarfirði og grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi. Lögregla var kölluð til vegna erfiðs farþega í strætó en ekki er útskýrt frekar í tilkynningu hvað fólst í því útkalli.

Þá var tilkynnt um innbrot í heimahúsi, fyrirtæki, geymslu og í gámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×