Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2025 19:30 Læknarnir Hafsteinn Daníel Þorsteinsson og Oddur Þórir Þórarinsson störfuðu báðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands um árabil. Hafsteinn hætti sumarið 2023 en Oddur árið áður. Læknar sem störfuðu um árabil hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segja hættuástand ríkja á svæðinu. Suðurlandið gæti endað sem „eyðimörk“ heilbrigðisþjónustu ef ekki verði gripið inn í. Barnabarn manns sem lést í Rangárþingi á aðfangadag segir afa sinn ekki enn hafa verið úrskurðaðan látinn vegna læknaskorts. Staða heilbrigðismála á landsbyggðinni er víða slæm en hún virðist hvergi verri en á Suðurlandi. Það er í það minnsta álit tveggja lækna sem starfað hafa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, en fengu sig fullsadda af skipulagsbreytingum stjórnenda og launastefnu, sem komi niður á grunnþjónustu. Þú fékkst í rauninni bara nóg? „Já, ég er ekki tilbúinn að starfa á lakari taxta heldur en blaðberi hjá Morgunblaðinu eða pítsasendill, sem læknir,“ segir Oddur Þórir Þórarinsson læknir sem starfaði lengi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, lengst af á Selfossi. „Við sem höfum horft upp á þetta höfum í auknum mæli gríðarlegar áhyggjur af þessari þróun, hún hefur verið gríðarlega slæm síðustu ár. Ástandið farið versnandi,“ segir Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, lyflæknir og fyrrverandi yfirlæknir hjá HSU. Brotalamir í öllum kjörnum Oddur og Hafsteinn gerðu úttekt á stöðunni á Suðurlandi, sem málar upp svarta mynd. Í Vestmannaeyjum hafa bæði læknar og sálfræðingur sagt upp störfum á síðustu misserum, enginn fastur læknir er á sjúkradeild og yfirlæknir hætti árið 2023. Í einmenningshéraðinu Vík er yfirlæknir til áratuga kominn á aldur en starfar sem verktaki þar sem ekki hefur tekist að ráða lækni. Á Kirkjubæjarklaustri hefur ekki verið fastur læknir síðustu ár og þar er heldur enginn yfirlæknir. Á Selfossi eru bæði heilsugæsla og bráðamóttaka undirmönnuð. Fjórir yfirlæknar hafa hætt á síðustu tólf mánuðum og enginn yfirlæknir er á bráðamóttöku. Í Rangárþingi er enginn yfirlæknir, enginn fastur verktaki og læknalaust var á svæðinu nú um jólin. Grafíska framsetningu á úttektinni, sem er alls ekki tæmandi og nær til fleiri staða á Suðurlandi en hér eru sýndir, má sjá hér fyrir neðan. Vísir/hjalti Vanvirðing við aðstandendur Ólafur Ólafsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri lést hundrað ára gamall í faðmi fjölskyldu sinnar hér á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadag. Enginn læknir var tiltækur í öllu Rangárþingi og því ekki unnt að úrskurða Ólaf látinn. Í morgun, tíu dögum síðar, var ekki enn búið að því, að sögn Bjarka Oddssonar, barnabarns Ólafs, sem fréttastofa hitti á Hvolsvelli í dag. „Þetta kom okkur í opna skjöldu. Við höfðum talið okkur trú um það að það væri alltaf læknir á vaktinni, þannig að það var mjög leiðinlegt og napurlegt að þurfa að skilja við lík afa síns inni á herbergi og bara opnir gluggar til að halda hitanum niðri,“ segir Bjarki. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri. Lík Ólafs var loks flutt á útfararstofu, þrátt fyrir að hann hefði ekki verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir ljóst að gera þurfi úrbætur. „Þetta er ákveðin vanvirðing finnst mér við aðstandendur og ekki síður framlag hans til samfélagsins. Við lítum þetta alvarlegum augum. Íbúar eru mjög slegnir yfir þessu,“ segir Bjarki. Hættulegar aðstæður alltof algengar Læknarnir taka undir. Bregðast þurfi við strax. „Fyrir okkur sem starfa á gólfinu, þá finnst okkur með ólíkindum hvað stjórn HSU, og þeim sem ber skylda til að manna vaktir í héraðinu, finnst það léttvægt að enginn læknir sé á vakt,“ segir Oddur. Myndirðu segja að ástandið væri beinlínis hættulegt? „Ég myndi segja að það skapist alltof oft aðstæður sem eru hættulegar, já,“ segir Hafsteinn. „Það er smám saman verið að þreyta mannskapinn þannig að Suðurlandið gæti allt endað sem eyðimörk í náinni framtíð ef þetta heldur áfram,“ segir Oddur. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Staða heilbrigðismála á landsbyggðinni er víða slæm en hún virðist hvergi verri en á Suðurlandi. Það er í það minnsta álit tveggja lækna sem starfað hafa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, HSU, en fengu sig fullsadda af skipulagsbreytingum stjórnenda og launastefnu, sem komi niður á grunnþjónustu. Þú fékkst í rauninni bara nóg? „Já, ég er ekki tilbúinn að starfa á lakari taxta heldur en blaðberi hjá Morgunblaðinu eða pítsasendill, sem læknir,“ segir Oddur Þórir Þórarinsson læknir sem starfaði lengi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, lengst af á Selfossi. „Við sem höfum horft upp á þetta höfum í auknum mæli gríðarlegar áhyggjur af þessari þróun, hún hefur verið gríðarlega slæm síðustu ár. Ástandið farið versnandi,“ segir Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, lyflæknir og fyrrverandi yfirlæknir hjá HSU. Brotalamir í öllum kjörnum Oddur og Hafsteinn gerðu úttekt á stöðunni á Suðurlandi, sem málar upp svarta mynd. Í Vestmannaeyjum hafa bæði læknar og sálfræðingur sagt upp störfum á síðustu misserum, enginn fastur læknir er á sjúkradeild og yfirlæknir hætti árið 2023. Í einmenningshéraðinu Vík er yfirlæknir til áratuga kominn á aldur en starfar sem verktaki þar sem ekki hefur tekist að ráða lækni. Á Kirkjubæjarklaustri hefur ekki verið fastur læknir síðustu ár og þar er heldur enginn yfirlæknir. Á Selfossi eru bæði heilsugæsla og bráðamóttaka undirmönnuð. Fjórir yfirlæknar hafa hætt á síðustu tólf mánuðum og enginn yfirlæknir er á bráðamóttöku. Í Rangárþingi er enginn yfirlæknir, enginn fastur verktaki og læknalaust var á svæðinu nú um jólin. Grafíska framsetningu á úttektinni, sem er alls ekki tæmandi og nær til fleiri staða á Suðurlandi en hér eru sýndir, má sjá hér fyrir neðan. Vísir/hjalti Vanvirðing við aðstandendur Ólafur Ólafsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri lést hundrað ára gamall í faðmi fjölskyldu sinnar hér á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadag. Enginn læknir var tiltækur í öllu Rangárþingi og því ekki unnt að úrskurða Ólaf látinn. Í morgun, tíu dögum síðar, var ekki enn búið að því, að sögn Bjarka Oddssonar, barnabarns Ólafs, sem fréttastofa hitti á Hvolsvelli í dag. „Þetta kom okkur í opna skjöldu. Við höfðum talið okkur trú um það að það væri alltaf læknir á vaktinni, þannig að það var mjög leiðinlegt og napurlegt að þurfa að skilja við lík afa síns inni á herbergi og bara opnir gluggar til að halda hitanum niðri,“ segir Bjarki. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri. Lík Ólafs var loks flutt á útfararstofu, þrátt fyrir að hann hefði ekki verið úrskurðaður látinn. Bjarki segir ljóst að gera þurfi úrbætur. „Þetta er ákveðin vanvirðing finnst mér við aðstandendur og ekki síður framlag hans til samfélagsins. Við lítum þetta alvarlegum augum. Íbúar eru mjög slegnir yfir þessu,“ segir Bjarki. Hættulegar aðstæður alltof algengar Læknarnir taka undir. Bregðast þurfi við strax. „Fyrir okkur sem starfa á gólfinu, þá finnst okkur með ólíkindum hvað stjórn HSU, og þeim sem ber skylda til að manna vaktir í héraðinu, finnst það léttvægt að enginn læknir sé á vakt,“ segir Oddur. Myndirðu segja að ástandið væri beinlínis hættulegt? „Ég myndi segja að það skapist alltof oft aðstæður sem eru hættulegar, já,“ segir Hafsteinn. „Það er smám saman verið að þreyta mannskapinn þannig að Suðurlandið gæti allt endað sem eyðimörk í náinni framtíð ef þetta heldur áfram,“ segir Oddur.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Byggðamál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Tengdar fréttir Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45 Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04 „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Ekki náðist í lækni til að úrskurða mann látinn þegar hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld. Sveitarstjórnarfulltrúi segir stöðu heilbrigðismála í Rangárþingi vera ólíðandi en enginn læknir er að störfum í sýslunni. 3. janúar 2025 06:45
Enginn læknir á vaktinni Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en enginn læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar. 28. desember 2024 13:04
„Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. 28. desember 2024 17:00