Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja ná tali af Walter James Palmer, tannlækninum sem felldi ljónið Cecil. Þau geta hinsvegar ekki fundið hann.
Fulltrúar bandarísku Fiski- og náttúrulífsstofnunarinnar hafa leitað Palmers á heimili hans, tannlæknastofu, hringt í öll símanúmer sem honum tengjast og sent honum ógrynni tölvupósta, en allt kemur fyrir ekki. Palmer er hvergi að finna.
„Ég er viss um að hann viti að við viljum ræða við hann“ sagði Ed Grace, yfirmaður löggæslusviðs stofnunarinnar.
Ef bandarísk yfirvöld ná í skottið á Palmer gæti hann staðið frammi fyrir því að vera framseldur til Zimbabwe en umhverfisráðherra landsins vill að svo verði gert.
Viðbrögð við drápinu á ljóninu Cecil hafa vakið afskaplega hörð viðbrögð.
Ljónaslátrarinn finnst ekki

Tengdar fréttir

Ljónaslátrarinn framseldur?
Yfirvöld í Zimbabwe vilja hafa hendur í hári tannlæknisins sem felldi ljónið Cecil.

Drápið sem gerði allt vitlaust
Tannlæknirinn sem veiddi ljónið Cecil fær að kenna á því.

Tannlæknir sem drap ljónið var tekinn af lífi hjá Jimmy Kimmel
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hélt tilfinningaþrungna ræðu í þætti sínum í gærkvöldi og var umræðuefnið ljónið Cecil sem var drepiðá dögunum.

Mótmæli fyrir utan tannlæknastofu ljónaslátrara
Hann harmar röskun á starfseminni.