SpaceX ætlar til Mars árið 2018 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 19:38 Einkarekna geimferðafyrirtækið hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að koma geimfari til Mars árið 2018. Mynd/SpaceX Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Einkarekna geimferðafyrirtækið SpaceX kynnti í dag fyrirætlanir sínar um að senda geimfar til Mars á árinu 2018. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur löngum sagt að markmiðið með tilvist fyrirtækisins sé að koma mönnum til Mars og hefur hann rætt um leiðir til þess að mannkynið geti tekið sér bólfestu á Mars. Í tísti frá SpaceX kom fram að fyrirtækið myndi senda Dragon-geimfar sitt til Mars á árinu 2018. Stefnt er að því að farið verði ómannað en tilgangur ferðarinnar er að safna upplýsingum um Mars og það sem til þarf til þess að senda mannað geimfar til plánetunnar.Planning to send Dragon to Mars as soon as 2018. Red Dragons will inform overall Mars architecture, details to come pic.twitter.com/u4nbVUNCpA— SpaceX (@SpaceX) April 27, 2016 Musk sjálfur tísti nánar um smáatriði um geimfarið og kom fram í máli hans að illmögulegt væri að ferja menn í geimfarinu enda væri það ekki hannað til þess. Það væri þó hannað til þess að geta lent hvar sem sem er í sólkerfinu.But wouldn't recommend transporting astronauts beyond Earth-moon region. Wouldn't be fun for longer journeys. Internal volume ~size of SUV.— Elon Musk (@elonmusk) April 27, 2016 Hvorki Musk né SpaceX hafa, þangað til nú, vilja negla niður einhverja ákveðna dagsetningu um hvenær stefnt væri að því að senda geimfar á Mars en Musk hafði áður rætt um að stefnt væri að slíku um miðjan næsta áratug. Ansi margt þarf þó að ganga upp hjá SpaceX á næstu tveimur árum ætli fyrirtækið að sér að takast að uppfylla þetta metnaðarfulla markmið sitt um að komast til Mars árið 2018. Fyrirtækið hefur enn ekki prófað Falcon Heavy eldflaugina sem sem nota á til að koma geimfarinu til Mars. Þá hefur fyrirtækið einnig ekki komist að því hvernig það ætli að lenda geimfarinu heilu á höldnu á yfirborði Mars. Fyrirtækið hefur þó áður náð að uppfylla metnaðarfull markmið sín. Fyrr í mánuðinum braut það blað í sögu geimfara þegar tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi.
Tengdar fréttir SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
SpaceX tekur stórt skref í átt að ódýrari geimferðum Fyritækinu tókst að skjóta Falcon 9 eldflaug út í geim og lenda endurnýtanlegum hluta hennar aftur á drónaskipi. 8. apríl 2016 23:04
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38