Bandaríska körfuboltalandsliðið er komið í úrslit á þriðju Ólympíuleikunum í röð eftir sex stiga sigur, 82-76, á Spáni í kvöld.
Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Bandaríkin sem hafa unnið alla sjö leiki sína á Ólympíuleikunum. Kevin Durant skoraði 14 stig og DeAndre Jordan skoraði níu stig og tók 16 fráköst.
Pau Gasol var atkvæðamestur í spænska liðinu með 23 stig og átta fráköst.
Bandaríkjamenn voru sterkari aðilinn í 1. leikhluta og leiddu með níu stigum, 26-17, að honum loknum. Spánverjar spiluðu betur í 2. leikhluta og minnkuðu muninn í sex stig, 45-39, fyrir hálfleik.
Bandaríkin voru áfram með yfirhöndina í 3. leikhluta en náðu aldrei að slíta sig frá Spánverjum sem töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum í úrslitum á Ólympíuleikunum 2008 og 2012.
Bandaríska liðið gekk svo loksins frá leiknum í upphafi 4. leikhluta, náði 15 stiga forskoti og það bil náðu Spánverja ekki að brúa. Lokatölur 82-76, Bandaríkjunum í vil.
Bandaríska liðið mætir annað hvort Serbíu eða Ástralíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Leikur Serbíu og Ástralíu hefst klukkan 22:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Bandaríkin enn og aftur í úrslit
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn







Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum
Íslenski boltinn