Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. október 2019 20:15 Allt á suðupunkti vísir/getty Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30