Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nýja forystu mikil tíðindi fyrir flokkinn. Á sama tíma megi ekki gleyma því að Bjarni Benediktsson sé að skila af sér flokknum í verra ástandi en nokkur annar formaður hafi skilað honum af sér í.

Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar mun kynna tillögur sínar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:45 í dag.

Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag
Leiðtogar Arababandalagsríkjanna koma saman í Kaíró í Egyptalandi í dag til að ræða framtíð Gasa. Markmiðið er að komast að samkomulagi um uppbyggingu á svæðinu.

„Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra
„Ég er ekki að skilja hvernig ég á að geta misþyrmt manneskju dögum saman, án þess að lögreglan komi. Ég er þekktur og er undir eftirliti,“ sagði Kristján Markús Sívarsson við aðalmeðferð sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kristján er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nokkurra daga skeið beitt konu miklu ofbeldi á heimili hans í nóvember síðastliðnum.

Þung færð fyrir vestan og víðar
Færð er nokkuð þung víða um land. Á Suðvesturlandi er hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og á Krýsuvíkurvegi.

Vindasamt og rigning
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu í dag þar sem má reikna með éljum á vestanverðu landinu, en rigningu eða slyddu austantil í fyrstu.

Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna
Mikil og velheppnuð ráðstefna þar sem notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram um síðustu helgi. Þar talaði meðal annarra Rick Doblin sálfræðingur - afar þekktur meðal þeirra sem hafa gefið hugvíkkandi efnum í tengslum við meðferðarstarf gaum. Hann taldi Ísland hafa allt til að taka forystu á heimsvísu í þessum efnum. Og sá engin tormerki á því.

Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig
Tollaákvarðanir Donald Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Kína, Mexíkó og Kanada tóku gildi á miðnætti en um er að ræða 25 prósent innflutningstoll á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína.

Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Tilskipunin nær meðal annars til vopnasendinga sem samþykktar voru í forsetatíð Joe Biden og eru einhvers staðar á leið til Úkraínu.

Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund
Frans páfi hefur í tvígang í dag glímt við bráð öndunarvandamál. Þrátt fyrir það hefur hann verið með meðvitund á meðan það hefur gerst. Hann hefur verið settur í sérstaka öndunarvél á ný.

Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar
Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi.

Telur að reyna ætti að fá Spasskí
Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi.

Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna
Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum.

Fljúga tveimur vikum lengur
Vegagerðin og flugfélagið Mýflug hafa samið um tveggja vikna framlengingu á áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi
Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt.

Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn
Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum.

Staðan sé betri í dag en í fyrradag
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands.

Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn
Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Við ræðum við íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samfylkingin eykur fylgið
Samfylkingin mælist enn með mesta fylgið samkvæmt þjóðarpúls Gallup. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentum á milli mánaða.

Tveir látnir í Mannheim
Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í Mannheim í Þýskalandi í morgun. Tíu manns voru fluttir á sjúkrahús, þar af fimm alvarlega slasaðir.

Fékk blóðnasir í pontu
Alma Möller heilbrigðisráðherra var í miðri setningu í pontu á Alþingi þegar hún skyndilega fékk blóðnasir. Hlé var gert á þingfundi.

Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp
Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum sláturhúss SAH afurða á Blönduósi sagt upp á föstudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum Norðlenska Kjarnafæðis. Sveitarstjóri segir uppsagnirnar mikið högg fyrir allt samfélagið.

Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum
Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, fordæmir fortakslaust áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna- og menntamálaráðherra, um bann við snjallsímum í grunnskólum landsins.

Sérsveitaraðgerð í Kópavogi
Sérsveit Ríkislögreglustjóra viðhafði nokkurn viðbúnað í Kópavogi eftir að útkalla barst um klukkan 13:30.

Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV
Eftir hálft ár í fríi frá fjölmiðlum, en Helgi Seljan hætti á Heimildinni fyrir fáeinum mánuðum, er hann við að hefja störf á RÚV - aftur.

Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt
Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Vestfirði frá klukkan 23 í kvöld og til fimm í nótt. Í tilkynningunni kemur fram að búast megi við 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu. Þá segir að skyggni verði takmarkað og akstursskilyrði versnandi, sérstaklega á fjallvegum.

Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin
Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu.

Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB
Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins.

Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk
Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í miðborg Mannheim á Paradeplatz. Einn hefur verið handtekinn á vettvangi. Þetta staðfestir lögreglan í borginni. Áður hafði verið greint frá því að lögregluyfirvöld hefðu mikinn viðbúnað á svæðinu.

Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti
Lögregla var kölluð til í Breiðholti um hádegisbil í dag vegna konu sem féll niður af svölunum í fjölbýlishúsi. Um var að ræða konu á sextugsaldri sem er látin. Ekki er grunur um refsiverða háttsemi.