Fréttir Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað flesta af tollum Donalds Trump, forseta, ólöglega. Sjö dómarar dómstólsins, af ellefu, segja Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann beitti fjölmörg ríki heims tollum á grunni meints neyðarástands. Tollarnir gilda þó enn, þangað til í október, vegna áfrýjunar dómsmálaráðuneytisins til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 30.8.2025 08:14 Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 30.8.2025 07:29 Drengurinn fannst heill á húfi Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Innlent 30.8.2025 07:12 Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés. Innlent 30.8.2025 07:00 Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Innlent 30.8.2025 06:18 Þyrla ræst úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Um 150 björgunarsveitarmenn leita tólf ára pilts sem týndist í Ölfusborgum síðdegis í dag. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 23:30 Guðrún hrókerar í þingflokknum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn. Innlent 29.8.2025 22:15 Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Um sextíu manns leita tólf ára drengs sem týndist í Ölfusborgum eða nágrenni milli Hveragerðis og Selfoss. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 21:05 Hildur segir af sér til að forðast átök Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. Innlent 29.8.2025 20:12 Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Samfélagið á Fáskrúðsfirði er í molum eftir að hin 24 ára Bríet Irma Ómarsdóttir féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. Systur Bríetar syrgja hana og vona að saga hennar verði hvatning til framfara í geðheilbrigðiskerfinu, sem lék Bríeti grátt. Innlent 29.8.2025 20:01 Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Forseti menntavísindasviðs Hí segir það gjörbyltingu fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins að sameinast undir einu þaki á háskólasvæðinu eftir að hafa verið á víð og dreif. Fréttastofa fékk forskot á sæluna og kíkti í heimsókn í Hótel Sögu. Innlent 29.8.2025 19:25 Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Eldur logaði í fólksbíl í Kópavogi um sexleytið síðdegis. Slökkviliðið er enn á vettvangi. Á myndum af vettvangi má sjá logandi bíl liggja á hvolfi og dökkan reykmökk rísa upp úr bifreiðinni. Innlent 29.8.2025 18:02 Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni. Innlent 29.8.2025 18:00 Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Íbúar í Grafarvogi mega gera ráð fyrir því að byrjað verði að hleypa aftur á heita vatninu til þeirra fyrir klukkan tíu í kvöld. Það muni gerast hægt og rólega fram á nótt og á þá að vera kominn á fullur þrýstingur aftur. Innlent 29.8.2025 16:48 Skutu hver annan fyrir orður og bætur Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. Erlent 29.8.2025 16:01 Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Innlent 29.8.2025 15:52 Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Erfðagreining á 22 löxum úr fjórum ám sem bárust Hafrannsóknastofnun leiddi í ljós að sjö þeirra væru eldislaxar. Sex þeirra eru taldir koma úr fiskeldi í Dýrafirði en uppruni eins er tilrannsóknar. Innlent 29.8.2025 15:18 Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Starfsmaður Héraðssaksóknara, sem unnið mun hafa hjá embættinu í meira en áratug, er sagður með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða. Sá hafi verið kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Selfossi í sumar. Innlent 29.8.2025 14:35 Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Innlent 29.8.2025 14:13 „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Innlent 29.8.2025 14:03 Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29.8.2025 13:49 Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni. Innlent 29.8.2025 13:45 Sviptir Harris vernd Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi eldri forsetatilskipun Joes Biden, forvera síns, um að lífverðir forsetans verji Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og mótframbjóðanda Trumps. Varnir hennar höfðu verið framlengdar af Joe Biden. Erlent 29.8.2025 13:26 Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 29.8.2025 13:21 Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Innlent 29.8.2025 13:03 Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Erlent 29.8.2025 12:11 Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Kennari til fjörutíu ára hjá skólum Reykjavíkurborgar segir sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju frá borginni fyrir unnin störf. Hún vonast til þess að borgin taki það upp hjá sér að þakka starfsfólki fyrir við þessi tímamót. Innlent 29.8.2025 12:00 Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. Innlent 29.8.2025 11:57 Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 29.8.2025 11:49 Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa komið farsíma fyrir á baðherbergi á heimili sínu og tekið upp myndskeið af konum án þeirra vitundar. Innlent 29.8.2025 11:34 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 334 ›
Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað flesta af tollum Donalds Trump, forseta, ólöglega. Sjö dómarar dómstólsins, af ellefu, segja Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann beitti fjölmörg ríki heims tollum á grunni meints neyðarástands. Tollarnir gilda þó enn, þangað til í október, vegna áfrýjunar dómsmálaráðuneytisins til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 30.8.2025 08:14
Náðu fullum þrýstingi í nótt Allir íbúar Grafarvogs ættu að hafa fengið fullan þrýsting á heitavatnið á þriðja tímanum í nótt. Þá hafði viðgerð á stofnlögn til Grafarvogs, sem byrjaði að leka í fyrrinótt, lokið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Innlent 30.8.2025 07:29
Drengurinn fannst heill á húfi Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Innlent 30.8.2025 07:12
Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest 150 þúsund króna sekt á kjúklingaræktanda vegna brots á lögum um velferð dýra. Ráðuneytið minnir Matvælastofnun um leið á að halda sig við staðreyndir málsins og halda ályktunum sem njóti ekki stuðnings gagna til hlés. Innlent 30.8.2025 07:00
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Innlent 30.8.2025 06:18
Þyrla ræst úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Um 150 björgunarsveitarmenn leita tólf ára pilts sem týndist í Ölfusborgum síðdegis í dag. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 23:30
Guðrún hrókerar í þingflokknum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn. Innlent 29.8.2025 22:15
Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Um sextíu manns leita tólf ára drengs sem týndist í Ölfusborgum eða nágrenni milli Hveragerðis og Selfoss. Drengurinn er erlendur ferðamaður og því ekki kunnugur staðháttum. Innlent 29.8.2025 21:05
Hildur segir af sér til að forðast átök Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. Innlent 29.8.2025 20:12
Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Samfélagið á Fáskrúðsfirði er í molum eftir að hin 24 ára Bríet Irma Ómarsdóttir féll fyrir eigin hendi í vikunni eftir langvarandi baráttu við andleg veikindi og fíknivanda. Systur Bríetar syrgja hana og vona að saga hennar verði hvatning til framfara í geðheilbrigðiskerfinu, sem lék Bríeti grátt. Innlent 29.8.2025 20:01
Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Forseti menntavísindasviðs Hí segir það gjörbyltingu fyrir starfsfólk og nemendur sviðsins að sameinast undir einu þaki á háskólasvæðinu eftir að hafa verið á víð og dreif. Fréttastofa fékk forskot á sæluna og kíkti í heimsókn í Hótel Sögu. Innlent 29.8.2025 19:25
Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Eldur logaði í fólksbíl í Kópavogi um sexleytið síðdegis. Slökkviliðið er enn á vettvangi. Á myndum af vettvangi má sjá logandi bíl liggja á hvolfi og dökkan reykmökk rísa upp úr bifreiðinni. Innlent 29.8.2025 18:02
Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni. Innlent 29.8.2025 18:00
Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Íbúar í Grafarvogi mega gera ráð fyrir því að byrjað verði að hleypa aftur á heita vatninu til þeirra fyrir klukkan tíu í kvöld. Það muni gerast hægt og rólega fram á nótt og á þá að vera kominn á fullur þrýstingur aftur. Innlent 29.8.2025 16:48
Skutu hver annan fyrir orður og bætur Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. Erlent 29.8.2025 16:01
Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Innlent 29.8.2025 15:52
Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Erfðagreining á 22 löxum úr fjórum ám sem bárust Hafrannsóknastofnun leiddi í ljós að sjö þeirra væru eldislaxar. Sex þeirra eru taldir koma úr fiskeldi í Dýrafirði en uppruni eins er tilrannsóknar. Innlent 29.8.2025 15:18
Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Starfsmaður Héraðssaksóknara, sem unnið mun hafa hjá embættinu í meira en áratug, er sagður með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða. Sá hafi verið kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Selfossi í sumar. Innlent 29.8.2025 14:35
Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Innlent 29.8.2025 14:13
„Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar, sem ákærður er í Gufunesmálinu svokallaða, segir umbjóðanda sinn ekki vera engil. Þrátt fyrir það sé fjarstæðukennt að reyna að mála hann upp sem þátttakanda í morðmáli. Ákæruvaldið hafi engar sannanir fært fyrir fullyrðingum um að hann hafi beitt ofbeldi ásamt öðrum sakborningum, sem hafa játað ofbeldið. Innlent 29.8.2025 14:03
Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Yfirvöld í Eistlandi kanna nú möguleikann á að endurheimta framræstar mómýrar og slá með því tvær flugur í einu höggi. Annars vegar til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar til þess að efla varnir landsins gegn mögulegri innrás Rússa. Erlent 29.8.2025 13:49
Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Logi Einarsson, menningarráðherra, segir skipun sonar Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í stöðu formanns nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi hafa verið faglega. Hann sagðist þó skilja áhuga fjölmiðla og fólks á skipuninni. Innlent 29.8.2025 13:45
Sviptir Harris vernd Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi eldri forsetatilskipun Joes Biden, forvera síns, um að lífverðir forsetans verji Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og mótframbjóðanda Trumps. Varnir hennar höfðu verið framlengdar af Joe Biden. Erlent 29.8.2025 13:26
Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar, vill meina að fullkominn vafi sé á því hvort áverkarnir sem urðu Hjörleifi Hauk Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða hafi verið til komnir vegna gjörða sakborninga málsins eða lækna á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 29.8.2025 13:21
Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Innlent 29.8.2025 13:03
Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Erlent 29.8.2025 12:11
Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Kennari til fjörutíu ára hjá skólum Reykjavíkurborgar segir sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju frá borginni fyrir unnin störf. Hún vonast til þess að borgin taki það upp hjá sér að þakka starfsfólki fyrir við þessi tímamót. Innlent 29.8.2025 12:00
Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Vesturbæjarlaug verður lokuð frá klukkan 13.30 í dag, föstudaginn 29. ágúst, þar sem nauðsynlegt er að endursanda þrep ofan í laugina. Innlent 29.8.2025 11:57
Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 29.8.2025 11:49
Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa komið farsíma fyrir á baðherbergi á heimili sínu og tekið upp myndskeið af konum án þeirra vitundar. Innlent 29.8.2025 11:34