Fréttir

Tíma­mót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO

Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið.

Innlent

Megi aldrei verða ís­lenskur veru­leiki

Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð.

Innlent

„Rétt­læti er svaka­lega dýrt“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns.

Innlent

Meiri­hlutinn sem er að myndast, vopna­burður og mót­mæli brimbrettakappa

Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið.

Innlent

Óttast að á­tök verði að stóru stríði

Uppreisnarmenn M23 hafa hótað því að gera árás á borgina Bukavu, höfuðborg Suður-Kivu héraðs í Austur-Kongó. Óttast er að átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem njóta stuðnings Rúanda, muni leiða til umfangsmikils stríðs.

Erlent

Seinar í strætó eftir yndis­legt kryddbrauð Heiðu

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag.

Innlent

Meirihlutaspjall í heim­boði Heiðu Bjargar

Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka.

Innlent

Rósa og Þór­hildur vilja stýra Mannréttindastofnun

Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um.

Innlent

Gos geti hafist hve­nær sem er

Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur.

Innlent

Átta mál sem Jóhann Páll af­greiðir í stað Ölmu

Skipan í embætti landlæknis er eitt átta mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum.

Innlent

„Hann er aldrei sakhæfur“

Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu.

Innlent

Tré felld svo hægt sé að opna flug­braut á ný

Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega.

Innlent

Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög.

Innlent

Neituðu að skrifa undir yfir­lýsingu um gervi­greind

Erindrekar og embættismenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum neituðu að skrifa undir fjölþjóðlega yfirlýsingu um þróun gervigreindar. Yfirlýsingin, sem samin var á leiðtogafundi í París, snýst meðal annars um að heita opnu og siðferðilegu ferli við þróun gervigreindartækni.

Erlent

Krist­rún segir kjörna full­trúa ekki eiga að svara með skætingi

Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla?

Innlent

Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kyn­lífs­vinnu

Kona hefur stefnt karlrembuáhrifavöldunum Andrew og Tristan Tate fyrir að hafa þvingt sig til kynlífsverka fyrir dómi í Bandaríkjunum. Bræðurnir verjast nú saka- og einkamálum bæði í Bretlandi og Rúmeníu en þetta er í fyrsta skipti sem þeim er stefnt vestanhafs.

Erlent

Satt eða logið um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra?

„Þjóðin kaus breytingar og breytingarnar byrja strax,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í umræðum á Alþingi í gær. Hann skaut föstum skotum að formanni Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunni en sitt sýnist hverjum um hvort gagnrýnin hafi verið verðskulduð.

Innlent

Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar

Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur.

Innlent

Kæmi ekki á ó­vart ef drægi til tíðinda í dag

Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks.

Innlent

Ís­land réttir úr kútnum hvað varðar spillingu

Ísland stekkur aftur inn á topp tíu lista yfir minnst spilltustu ríki í heimi eftir langt fall. Ísland hækkar sig mest allra ríkja á „Corruption perception index“ Transparency International og er nú í tíunda til tólfta sæti. Ísland var í 19. sæti listans í fyrra.

Innlent

Ást­hildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017.

Innlent

Upp­gjör milli Hvíta hússins og dóm­stóla í vændum

Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum.

Erlent

Fyrst féll meiri­hlutinn og nú falla trén

Það er ekki aðeins meirihlutinn í Reykjavík sem er fallinn heldur bíða sömu örlög trjáa í Öskjuhlíð í dag. Undirbúningur að skógarhöggi á svæðinu er hafinn og til stendur að hefjast handa við að fella trén í kringum hádegið. Einhver tré virðast þó þegar hafa verið felld á svæðinu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Innlent